Jæja, nú er bara komið að því að skrifa aðra grein um tímabilin tvö hjá Manchester United. Þetta var í CM3 01/02 og greinin gerist á tímabilunum 01/02-02/03.
Ok, ég byrja þá á fyrsta tímabilinu.

Ég ákvað að kaupa ekki marga leikmenn svo að það yrði ekki mikil breyting á liðinu og þegar ég segi það þá meina ég ekki marga í byrjunarliðið eða á bekkinn, en þessa keypti ég;
10.08.01 Roberto Carlos frá Real Madrid C.F. á 20M pund.
02.10.01 Anton Ferdinand frá West Ham United á 600K pund.
04.06.02 Simon Hutchinson Free Transfer Bos.
07.06.02 Celestine Babayaro frá Chelsea á 18M pund.
08.06.02 Roque Santa Cruz frá FC Bayern München á 20M pund.
08.06.02 Tommy Spencer Free Transfer Free.
Samtals: 59M pund.

Roberto Carlos - D (L) - Fæddur 10.04.73 - Brasilískur – Hann var með 7.15 í meðal einkunn á tímabilinu, skoraði tvö mörk, lagði upp átta mörk, spilaði fimmtíu og fjóra leiki.
Anton Ferdinand - D (C) - Fæddur 18.12.85 - Enskur - Hann spilaði ekkert á fyrra tímabili, fór beint í varaliðið.
Simon Hutchinson – D/DM (R/L) – Fæddur 29.12.86 – Enskur – Hann kom of seint til að spila á tímabilinu, fór beint í varaliðið.
Celestine Babayaro – D/DM (L) – Fæddur 29.08.78 – Nigerian – Hann kom of seint til að spila á tímabilinu.
Roque Santa Cruz – S (C) – Fæddur 16.08.81 – Paraguayan – Hann kom of seint til að spila á tímabilinu.
Tommy Spencer – AM/F (R/L/C) – Fæddur 21.11.85 – Enskur – Hann kom of seint til að spila á tímabilinu, fór beint í varaliðið

Þá er komið að þeim sem ég seldi en það voru eftirtaldir;
07.08.01 Gary Neville til Glasgow Rangers á 5M pund.
02.10.01 David May Free Transfer Free.
19.01.02 Nicky Butt til Glasgow Rangers á 8,5M pund.
07.06.02 Kris Taylor Free Transfer Free.
08.06.02 Christopher Eagles Free Transfer Free.
08.06.02 David Jones Free Transfer Free.
Samtals: 13,5M pund.

Ég rak þá sem ég rak til að fá meira pláss í liðið fyrir mennina sem komu um sumarið.
Ég spilaði 4-3-3 og svona var byrjunarliðið;
Í markinu var Fabien Barthez, hann spilaði þrjátíu og fimm leiki, fór einu sinni inná, fékk á sig fjörtíu og sjö mörk og var með 7.11 í meðaleinkunn.
Vinstri barkvörðu var Roberto Carlos, það stendur allt um hvernig hann stóð sig fyrir ofan.
Hægri bakvörður var Wes Brown, hann spilaði þrjátíu og níu leiki, var skipt sex sinnum inná, skoraði eitt mark, lagði upp fjögur, var einu sinni maður leiksins og var með 6.93 í meðal einkunn.
Hafsentar voru Rio Ferdinand hægra megin, hann spilaði fimmtíu leiki, var skipt einu sinni inná, skoraði tvö mörk, lagði upp fjögur, var tvisvar sinnum maður leiksins og var með 7.10 í meðal einkunn. Mickael Silvestre vinstra megin, hann spilaði fimmtíu og sex leiki, skoraði þrjú mörk, lagði upp tvö, einu sinni maður leiksins og var með 7.38 í meðal einkunn.
Miðju mennirnir þrír voru Ryan Giggs vinstra megin, hann spilaði fimmtíu og einn leik, skoraði sex mörk, lagði upp sjö og var með 7.45 í meðal einkunn. Juan Sebastián Verón í miðjunni, spilaði fjörtíu og einn leik, var skipt þrettán sinnum inná, skoraði fimmtán mörk, lagði upp þrettán, fimm sinnum maður leiksins og var með 7.54 í meðal einkunn. David Beckham hægra megin, spilaði fimmtíu og einn leik, skoraði tíu mörk, lagði upp tuttugu og tvö, sex sinnum maður leiksins og var með 7.55 í meðal einkunn.
Framherjarnir þrír voru Ole Gunnar Solskjær vinstra megin, spilaði þrjátíu og tvo leiki, var skipt tuttugu og níu sinnum inná, skoraði tuttugu og eitt mark, lagði upp fimm, var tvisvar sinnum maður leiksins og var með 7.38 í meðal einkunn. Ruud van Nistelrooy í miðjunni, spilaði sextíu og tvo leiki, var skipt einu sinni inná, skoraði þrjátíu og fimm mörk, lagði upp ellefu leiki, var fjórtán sinnum maður leiksins og var með 8.06 í meðal einkunn. Bojan Djordjic hægra megin, spilaði fjörtíu og fjóra leiki, var skipt níu sinnum inná, skoraði sautján mörk, lagði upp tólf, var sjö sinnum maður leiksin og var með 7.60 í meðal einkunn.
David Beckham, var oftast fyrirlið.
Á bekknum voru;
Roy Carrol, markmaður.
Wes Brown, varnarmaður.
John O’Shea, varnarmaður.
Roy Keane, miðjumaður.
Daniel Nardiello, sóknarmaður.

Árleg verðlaun fengu eftirtaldir;
Ég, þjálfari ársins í Ensku úrvalsdeildinni, annað sæti.
Ryan Giggs, Evrópskur miðjumaður ársins, annað sæti.
Ruud van Nistelrooy, Evrópskur fótboltamaður ársins, fyrsta sæti.
Ruud van Nistelrooy, Evrópskur sóknarmaður ársins, fyrsta sæti.
Liðið vann engar dollur en var nálægt því og hér koma þær sögur;
Í Ensku deildar keppninni komst liðið í undan úrslit en þar hitti það Arsenal, fyrri leikurinn fór 2:1 fyrir Arsenal og seinni 0:2 fyrir Arsenal þeir leikir voru spilaðir á Old Trafford í Manchester og Highbury í London.
Í Ensku FA keppninni komst það í úrslit en mætti Arsenal þar líka og fór það 0:1 fyrir Arsenal, sá leikur var spilaður á The Millennium Stadium í Cardiff.
Í Evrópsku meistara keppninni komst það ekki uppúr “Phase 2 Group A” en þar mætti það FC Bayern Munchen, AS Roma og Galatasaray SK en þar tapaði Galatasaray öllum sínum leikjum og komst AS Roma aðeins uppúr útaf markatölu.
Í Ensku úrvalsdeildinni lenti það í fjórða sæti spilaði þrjátíu og átta leiki einsog venjulega, vann tuttugu og tvo, gerði níu jafntefli, tapaði sjö leikjum, skoraði áttatíu og sex mörk, fékk fimmtíu og eitt mark á sig og þar með fékk það sjötíu og fimm stig. Arsenal vann deildina, Chelsea var í öðru sæti og Newcastle í þriðja sæti.
Verðlaun leikmanna, innan liðsins;
Mesti markaskorarinn var Ruud van Nistelrooy og skoraði hann þrjátíu og fimm mörk.
Mesti markaskorarinn í deildinni var Rudd van Nistelrooy og skoraði hann tuttugu mörk þar.
Sá sem skoraði flest mörk í einum leik var Ruud van Nistelrooy og skoraði hann tvö mörk á móti Middlesbrough á heimavelli í úrvalsdeildinni daginn 26.08.01.
David Beckham lagði upp flest mörk og voru það tuttugu og tvö mörk sem hann lagði upp.
Bestu meðal einkunnina var Ruud van Nistelrooy með og var hann með 8.06 í meðal einkunn.
Oftast maður leiksins var Ruud van Nistelrooy og var það fjórtán sinnum.
Sá sem fékk flest spjöld var Roy Keane og fékk hann tuttugu og tvö gul spjöld en engin rauð.
Yngsti leikmaðurinn sem spilaði var Darren Fletcher og var hann átján ára og spilaði hann á móti Birmingham á útivelli í úrvalsdeildinni daginn 01.04.02.
Elsti leikmaðurinn var Fabien Barthez hann var þrjátíu ára og spilaði hann á móti Leeds United á heimavelli í úrvalsdeildinni daginn 19.05.02.
Aðdáendur völdu sinn uppáhalds leikmann einsog venjulega og varð Ruud van Nistelrooy fyrir valinu þetta árið.

Eftir leiktíðina stóðu fjármálin svona;
Ég fékk samtals áttátíu og fjórar milljónir, tvöhundruð sextíu og fimm hundruð þúsund, fjögurhundruð þrjátíu og þrjár milljónir pund úr öllum fjárfestingum og sölum.
En ég eyddi hundrað sextíu og fjórum milljónum, tvöhundruð sextíu og fjögur hundruð þúsund, fimmhundruð og fjórum milljónum pund í kaup og fjárfestingar.
Og þannig tapaði ég sjötíu og níu milljónum, níuhundruð nítíu og níu hundruð þúsund, sjötíu og einni milljón pund en var alls ekki í mínus.

Og svona lauk fyrsta tímabilinu en núna er bara seinna tímabilið eftir og hér kemur það;

Ég komst með naumindum í Evrópsku meistara keppnina.
En þessa menn keypti ég;
30.07.02 Ronaldo Luiz Nazário de Lima frá Real Madrid C.F. á 36M pund.
09.02.03 Adrian Mutu frá Parma á 35M pund.

Ronaldo Luiz Nazário de Lima - S (C) - Fæddur 22.09.76 - Brasilískur - Hann var með 8.13 í meðal einkunn, skoraði fjörtíu og tvö mörk, lagði upp fjórtán, spilaði sextíu og einn leik og var tíu sinnum maður leiksins.
Adrian Mutu - F (R/L/C) - Fæddur 08.01.79 - Rómanskur - Hann var með 7.50 í meðal einkunn, skoraði eitt mark, lagði tvö upp og spilaði tíu leiki. Ég keypti hann bara útaf því að Ryan Giggs meiddist á miðju tímabili og hans var ekki að vænta til baka fyrr en eftir tímabilið.

Nú ég seldi nokkra líka hérna koma þeir;
01.07.02 Roy Keane til Internatzionale á 16,5M pund.
24.08.02 Ole Gunnar Solskjær til Hertha BSC Berlin á 10M pund.

Ég hélt áfram að spila 4-3-3, en í byrjunarliðið voru eftirtaldir;
Í markinu var Fabien Barthez hann spilaði fjörtíu og níu leiki, fékk á sig fimmtíu og þrjú mörk, var þrisvar sinnum maður leiksins og fékk 7.51 í meðal einkunn.
Vinstri Bakvörður var Roberto Carlos en hann spilaði fimmtíu og sjö leiki, var skipt þrisvar sinnum inná, skoraði eitt mark, lagði upp fimmtán, varð tvisvar sinnum maður leiksins og var með 7.40 í meðal einkunn.
Hægri bakvörður var Wes Brown hann spilaði fimmtíu og fimm leiki, var skipt einu sinni inná, skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og var með 7.16 í meðal einkunn.
Hafsentar voru Mickael Silvestre vinstra megin, spilaði fimmtíu og sex leiki, var skipt einu sinni inná, skoraði eitt mark, lagði upp þrjú og var með 7.49 í meðal einkunn. Rio Ferdinand hægra megin, spilaði sextíu leiki, skoraði fimm mörk, lagði upp fimm, var einu sinni maður leiksins og var með 7.22 í meðal einkunn.
Miðjumennirnir þrír voru Ryan Giggs vinstra megin, spilaði tuttugu og átta leiki, kom einu sinni inná, skoraði fimm mörk, lagði upp fimm, var tvisvar sinnum maður leiksins og var með 7.52 í meðal einkunn, svo eftir að hann meiddist kom Adrian Mutu og spilaði stöðuna hans en árangur hans er að finna fyrir ofan. Juan Sebastián Verón í miðjunni, spilaði sextíu leiki, var skipt tvisvar sinnum inná, skoraði sautján mörk, lagði upp tólf, var fjórum sinnum maður leiksins og var með 7.55 í meðal einkunn. David Beckham hægra megin, spilaði fimmtíu og níu leiki, var skipt einu sinni inná, skoraði þrettán mörk, lagði upp tuttugu og sjö, var sex sinnum maður leiksins og var með 7.57 í meðal einkunn.
Sóknarmenn voru Ruud van Nistelrooy vinstra megin, spilaði sextíu og einn leik, var skipt einu sinni inná, skoraði þrjátíu og fjögur mörk, lagði upp tuttugu og tvö, var tíu sinnum maður leiksins og var með 8.23 í meðal einkunn. Ronaldo Luiz Nazário de Lima í miðjunni, spilaði sextíu og einn leik, skoraði fjörtíu og tvö mörk, lagði upp fjórtán, var tíu sinnum maður leiksins og var með 8.13 í meðal einkunn. Roque Santa Cruz hægra megin, spilaði sextíu og einn leik, skoraði tuttugu og sex mörk, lagði fjórtán upp, var tíu sinnum maður leiksins og var með 7.97 í meðal einkunn.
David Beckham var oftast fyrirliði.
Á bekknum voru oftast þessir;
Roy Carrol markmaður.
John O’Shea varnarmaður.
Celestine Babayaro varnarmaður.
Bojan Djordjic miðjumaður.
Daniel Nardiello sóknarmaður.

Árleg verðlaun fengu eftirtaldir;
Ég, Enski úrvalsdeildar þjálfari ársins, fyrsta sæti.
Ruud van Nistelrooy, Enski úrvalsdeildarmaður ársins, fyrsta sæti.
Ronaldo Luiz Nazário de Lima, Enski úrvalsdeildarmaður ársins, annað sæti.
Roque Santa Cruz, Enski úrvalsdeildarmaður ársins, þriðja sæti.
Fabien Barthez, Evrópskur markmaður ársins, þriðja sæti.
Liðið vann eina dollu en var mjög nálægt hinum þrem, hér koma þær sögur;
Í Ensku deildar keppninni komst það í úrslit á móti Newcastle United en tapaði 2:1 en þar skoruðu þeir Craig Bellamy og Alan Shearer fyrir Newcastle og Roque Santa Cruz fyrir Man Utd, en leikurinn var spilaður á The Millennium Stadium í Cardiff.
Í Ensku FA keppninni komst það í undanúrslit en lenti þar á móti Sunderland sem var jafnt í fyrsta sæti með Man Utd næstum alla deildina og fór sá leikur 3:1 fyrir Sunderland og þar skoruðu þeir Claudio Reyna og Kevin Phillips fyrir Sunderland en mörkin hans Kevin’s komu bæði í fjórða lotu leiksins en Ronaldo hélt Man Utd í leiknum lengur en venjulegum leiktíma, leikurinn var spilaður á Elland Road í Leeds.
Í Evrópsku meistara keppninni lenti það á móti AS Roma og fór fyrri leikurinn 4:0 á þeirra heimavelli en seinni fór 0:0 á Old Trafford í Manchester, þetta var ég mest óánægður með.
Nú Ensku úrvalsdeildina vann það og með glæsibrag spiluðu þrjátíu og átta leiki einsog öll önnur lið, vann þrjátíu, gerði þrjú jafntefli, tapaði fimm, skoraði hundrað og eitt mark, fékk þrjátíu og níu á sig og fékk þannig níutíu og þrjú stig, næsta lið fyrir aftan var Liverpool en þeir voru með sjötíu og níu stig og síðan Arsenal með sjötíu og fimm, en Sunderland menn sem stóðu sig einsog hetjur í byrjun varð í fjórða með sjötíu og eitt stig.
Verðlaun leikmanna innan liðsins fengu eftirtaldir;
Ronaldo Luiz Nazário de Lima skoraði flest mörk en það voru fjörtíu og tvö mörk.
Flest mörk í deildinni voru tuttugu og fjögur en það var Ronaldo sem skoraði þau.
Flest mörk í leik voru þrjú og var það Ruud van Nistelrooy sem skoraði þau á móti Aston Villa á útivelli í meistaradeildinni daginn 25.08.02.
David Beckham lagði upp flest mörk og voru það tuttugu og sjö.
Bestu meðal einkunn fékk Ruud van Nistelrooy og fékk hann 8.23 í meðal einkunn í sextíu og tveimur leikjum.
Oftast varð Ronaldo Luiz Nazário de Lima maður leiksins en það varð hann tíu sinnum.
Flest spjöld fékk Mickael Silvestre og voru það tíu gul og eitt rautt.
Yngsti leikmaðurinn var Luke Steele og var hann átján ára þegar hann spilaði á móti Bolton á heimavelli í úrvalsdeildinni daginn 12.10.02.
Elsti leikmaðurinn var Fabien Barthez en hann var þrjátíu og eins þegar hann spilaði á móti Middlesbrough á heimavelli í úrvalsdeildinni daginn 18.05.03.
Ruud van Nistelrooy var aftur valin uppáhalds leikmaður aðdáenda.

Eftir leiktíðina stóðu fjármálin svona;
Ég fékk samtals hundrað og tuttugu milljónir, fjögurhundruð fjörtíu og sjö hundruð þúsund, sjötíu og átta milljónir pund úr öllum fjárfestingum og sölum.
En ég eyddi líka hundrað fimmtíu og sex milljónum, þrem hundruð og tólf hundruð þúsundum, níuhundruð fimmtíu og einni milljónum pund í kaup og fjárfestingar.
Og þar af tapaði ég þrjátíu og fimmmilljónum, áttahundruð sextíu og fimm hundruð þúsund, áttahundruð sjötíu og þrem milljónum pund.
En ég á enn þrjátíu og eina milljón, sjöhundruð níutíu og eitt hundruð þúsund, fjögur hundruð áttatíu og tvær milljónir pund og stjórnarformenn félagsins gefa mér fimmtán milljónir og fimmhundruð þúsund milljónir pund til að kaupa leikmenn.

Jæja þannig lauk nú þessu en ég er býsna öruggur um að það koma framhald af þessari grein frekar en hinni en það verður að bíða þangað til betri tíma.
Takk fyrir mig og biðst ég fyrirfram afsökunar á málfræði, stafsetningar og prentvillum. ;D