Guð minn góður. Það er það eina sem ég get sagt eftir að hafa gert heiðarlega tilraun til að spila cm4 í 2 sólarhringa. Ég endurtek - Guð minn góður…..

Aldrei nokkurtíman hef ég fyrirfundið aðra eins hrúgu af böggum og villum. Aldrei…. Og þó hef ég spilað fjölmarga leiki og tekið þátt í mjög mörgum beta testum.

Ég veit eiginlega ekki hvar á að byrja - þið hafið nú sjálfsagt rekist á nokkuð hundruð villur sjálf, þrátt fyrir að hafa uppfært í 4.03 því það eru svo sannarlega af nógu at taka. T.d. mætti nefna þegar tölvan tekum af manni mark í lok leiks (var að vinna Arsenal 1-0 en þegar ég var kominn út úr leikvélinni þá hafði markið mitt horfið með einhverjum undraverðum hætti). Í öðrum leik ákvað ég að skipta inná þremur leikmönnum í einu. Svosem ekkert merkilegt, nema að enginn þeirra fór inná völlin og ég spilaði með 8 leikmenn það sem eftir var (og tapaði auðvitað). Þriðja risastóra villan sem ég hef fundið, er að ef maður bíður í leikmann og ákveður að dreifa upphæðinni á 6 mánuði (engin útborgun) þá þarf maður í raun ekki að borga krónu, heldur FÆR maður þessa upphæð sjálfur. Þvílík og önnur eins snilld.

Svona gæti ég haldið áfram lengi, lengi en það hefur svosem engan tilgang nema að pirra mig og ykkur ennþá meira. Niðurstaðan er því einföld. Þessi leikur er gjörsamlega ÓSPILANLEGUR. Það er SI games algjörlega til skammar að sitja uppi með leik sem kominn er í gull en er samt sem áður gjörsamlega ónýtur. Og það sem verst er… Þeir vissu um ALLAR þessar villur áður en leikurinn kom út. Það var komið patch upp á síðuna hjá þeim sama dag og leikurinn var sendur út. og nú eru þeir strax farnir að vinna að næstu uppfærslu sem lagar næstu 100 stærstu villurnar. Það er algjört hneyksli að nokkurt fyrirtæki skuli láta frá sér annað eins, kalla það leik og láta borga fyrir það morð fé. Þetta junk myndi ekki einu sinni flokkast sem beta hjá flestum virtum leikjaframleiðendum.

Ekki það að þetta sé eitthvað nýtt frá SI - Eins og flestir cm aðdáendur vita, gerðist svipaður hlutur með cm3 þegar sá leikur kom út (kannski ekki alveg svona slæmt). Það endaði með endalausum uppfærslum og að lokum kom var gefinn út cm 00-001 og 01-02 svona til þess að hægt væri að græða aðeins meira á þeim bjánum sem höfðu keypt fyrri útgáfur af cm3. Ég þori að veðja ansi miklu að það sama mun gerast hér. Þessi beta útgáfa verður ekki fimm krónu virði eftir nokkra mánuði þegar þeir láta okkur borga nokkur þúsund í viðbót fyrir cm03-04. Og þá fyrst verður kannski hægt að spila hann.

En það eru ekki bara þessar risa villur sem fara í taugarnar á mér. Það eru endalausir smærri hlutir (sumir kannski ekki svo smáir) sem tengjast uppsetningu leiksins sem fara óendanlega í mínar fínustu. T.d þoli ég ekki að það þurfi að ýta á back takkan til þess að fara út úr leikmanna prófílnum. Og BIÐIN…. Hjálpi mér allar heilagar kýr… stundum bíður maður og bíður… og bíður…eftir að nokkrir leikir annara liða klárist (tekur svona 3-4 sek að klára hvern). Og önnur bið sem fer ennþá meira í taugarnar á mér er í leikjavélinni (match engine). T.d. tekur það upp í 10 sek fyrir lið að hefja leikinn (MAN UTD kick off er á skjánum nánast endalaust. Það sama gerist eftir hvert einasta mark þannig að maður er farinn að vona að allir leikir fari bara 0-0. Og enn lengri bið er þegar maður fer í taktic fyrir sitt lið eða andstæðinganna. Í rauninni er það ekkert rosalega löng bið en samt sem áður það löng að ef maður fer inn í taktic 2-3 í leik þá verður maður gjörsamlega brjálaður á þessu. Þess vegna læt ég taktic bara yfirleitt lönd og leið og nenni ekki einu sinni að skipta um leikmenn því það tekur svo langan tíma.

Annars eru Þessar hlaupandi bumbur þarna inn á vellinum svosem allt í lagi - Þær gefa leiknum eitthvað nýtt en það ætti ekki að þurfa að gjöreyðileggja það sem fyrir var.

Ég verð að segja að í heildina ættu allir þeir sem eru miklir aðdáendur cm leikjanna að forðast þennan leik í lengstu lög (amk í þessari mynd). Ég segji bara enn og aftur…

Guð minn góður !!!!