Ég hóf nýtt save um daginn í CM og mig langaði til að gera eitthvað þýskt 2. deildar lið að stórveldi. Það lið sem varð fyrir valinu er lið sem heitir SC Freiburg og voru þeir í Bundesliguni á síðasta keppnistímabili en þeir þurftu að bíta í það súra epli að falla. Mig langaði til þess að koma þeim aftur uppí Bundesliguna til að gera þá að meisturum. En þegar ég tók við liðinu vildi stjórnin að ég kæmist upp og ekkert annað. Fjárhagur liðsins var ekkert til að hrópa húrra fyrir, 1,9 milljónir hafði ég til leikmannakaupa og það var nokkuð ljóst að maður keypti ekki marga menn fyrir þann pening. En ég hafði mikinn áhuga á ungum og efnilegum Hvít-Rússa að nafni Maxim Tsigalko. Hann gekk til liðs við Freiburg fyrir um 900 þúsund sterlingspund. Þetta var eini leikmaðurinn sem ég keypti en ég seldi líka einn leikmann. Það var Ibrahima Tanko og seldi ég hann til Athletic Bilbao fyrir 7 milljónir sterlingspunda.

Áður en átökin í deildinni hófust ákvað ég að hóa í Lumezzane, ítalskt lið í 3. deildinni. Þeir tóku boðinu og fór leikurinn fram í Þýskalandi. Ég tryggði mér 2-0 sigur á þeim og þetta var góðs viti fyrir komandi keppnistímabil. En svo hófst deildin nokkrum dögum síðar og voru þða leikmenn FC Köln sem komu í heimsókn. Ég vann leikinn 2-0 og byrjaði deildin bara mjög vel. Næsti leikur var á útivelli og voru það leikmenn Eintracht Frankfurt sem tóku á móti mér. Sá leikur endaði 2-1 fyrir Frankfurt. En ég vann næsta leik sem var á móti Greuther Fürth og endaði hann 4-1 fyrir mína menn. En svona var þetta bara alla leiktíðina ég tapaði og vann á víxl og inná milli komu nokkur jafntefli. Um jólin var ég í 3. sæti deildarinnar og eftir jól sat ég í 3. sætinu. Baráttan um þessi þrjú sæti í Bundesligunni stóðu á milli St. Pauli, Braunschweig, Freiburg og Duisburg. Þegar tveir leikir voru eftir var ég í 2. sæti með 67 stig og St. Pauli voru efstir með 69 stig. Ég átti erfiðan leik fyrir höndum en það var einmitt St. Pauli á útivelli. Ég vann þann leik 0-1 og ég tyllti mér í efsta sæti deildarinnar fyrir síðasta leikinn. Síðasti leikurinn var á móti Burghausen sem þegar voru fallnir og vann ég þá 2-0 og ég náði að vinna deildina með einu stigi. Þau lið sem fóru upp voru SC Freiburg, St. Pauli og Duisburg. Ég endaði í efsta sæti með 73 stig (23 sigrar, 4 jafntefli og 7 töp). Markatalan var 91-52.

Einhverra hluta vegna þá tók Freiburg þátt í UEFA Cup og veit ég ekki af hverju þar sem þeir féllu á síðustu leiktíð. En í fyrsta drætti fékk ég íslenskt lið og var það Grindavík. Fyrri leikurinn fór fram á Dreisamstadion og vann ég leikinn 3-1. Þetta kom sér vel fyrir síðari leikinn. Síðari leikurinn fór fram á Íslandi á heimavelli Grindavíkur og fór Freiburg með 1-2 sigur af hólmi og 5-2 samanlagður sigur staðreynd. Í næstu umferð fékk ég Lille frá Frakklandi og fór fyrri leikurinn fram í Þýskalandi. Ég vann þann leik örugglega 4-2 og í síðari leiknum sem fram fór í Frakklandi og endaði hann með markalausu jafntefli. Ég fór sem sagt enn lengra og það lið sem ég fékk næst var liðið sem sat í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en það var Celta Vigo. Fyrri leikurinn var á heimavelli Freiburg og endaði leikurinn 2-1 fyrir mína menn. Seinni leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og Freiburg voru komnir áfram. Næsti dráttur fór fram og ég fékk enska liðið Leeds United. Ég spilaði fyrst við þá á Elland Road og fór ég með óvæntan 1-3 sigur af hólmi. Síðari leikurinn endaði með 1-0 sigri minna manna. 8-liða úrslit blöstu við og í 8-liða úrslitunum fékk ég ítalska liði Inter Milan. Þátttaka mín í UEFA Cup var lokið núna vegna þess að Inter fór með 5-1 samanlagðan sigur af hólmi.

Ég tók þátt í þýsku bikarkeppninni og spilaði ég við Offenbach í fyrstu umferð. Ég vann þá 2-1. Í næstu umferð lenti ég á móti öðru utandeildarliði og var það Dresdner SC og ég vann þá 3-1. Í þriðju umferð fékk ég úrvalsdeildarliðið Hamburger SV og fór leikurinn fram á heimavelli þeirra. Ég vann þá 3-2 og sló þá út. Ég var kominn í 8-liða úrslit og þar mætti ég öðru úrvasldeildarliði núna Hannover 96. Þeir unnu mig 2-1 og var ég sleginn út.

Byrjunarlið mitt var svona:

GK - Richard Golz
DL - Bruno Berner
DC - Stefan Müller
DC - Benjamin Kruse
DR - Tobias Willi
MC - Levan Kobiashvili
MC - Vladimir But
MC - Fabian Gerber
SC - Maxim Tsigalko
SC - Giorgi Kiknadze
SC - Soumalia Coulibaly

Ég notaði leikkerfið 4-3-3 og er það að mínu mati besta leikkerfi í leiknum. Ég er aðeins byrjaður á 2. leiktíð og er ég búinn að spila 2 leiki í deildinni. Á móti Borussia Mönchengladbach sem fram fór á heimavelli þeirra fór ég með 2-3 sigur og svo spilaði ég við Arminia Bielefield á heimavelli og ég vann þá 3-0. Ég er efstur í Bundesligunni eftir 2 leiki.

Takk fyrir mig
Geithafu