Ég sat á kaffihúsi í Tórínó, frekar afslappaðir. Ég hafði komið til Ítalíu kvöldið áður og var að velta fyrir mér hvað ég gæti haft fyrir stafni í þennan mánuð sem var var þar ytra.

Ég ákvað að leggja frá mér bjórinn og rölta um bæinn. Þar sem ég er mikill knattspyrnu unnandi þá ákvað ég að ganga framhjá Delle Alpi, knattspyrnuleikvangi úrvalsdeildarliðanna Torino og Juventus.

Ég gekk framhjá þessum stórkostlega leikvangi og fór að taka myndir. Allt í einu kemur gráhærður maður með gleraugu og hleypur á mig. Hann er hágrátandi með rauð og þrútin augu.

Ég spurði hann hvað væri að og hann svaraði um hæl að hann væri Marcelo Lippi, stjóri Juventus. Hann hafði lent í riflildi við leynikærastann sinn og yfirmann Umberto Agnelli og að hann hafi verið rekinn frá starfi sínu.

Ég var ekki lengi að standa á fætur og strunsaði beint inn á skrifstofu hjá Umberto. Ég talaði við hann lengi og vel og endaði það með því að Umberto bauð með gamla starfið hans Marcelo. Ég þáði það að sjálfsögðu

Ég byrjaði strax. Ég horfði á nokkrar æfingar með liðinu undir stjórna aðstoðarstjórans Bangsbo. Mér leist strax vel á liðið. Vörnin var mjög sterk, Pessotto, Iuliano, Montero, Thuram og Igor Tudor lofuðu góðu. Miðjan var mjög fín og dýptin ágæt. Þar voru þeir Tacchinardi, Edgar Davids, Del Piero, Nedved, Zambrotta og Conte. Ég sá hinsvegar strax að sóknin var ekki sú besta hvað dýptina varðaði. Þar sem ég ætlaði að nota Del Piero sem sóknartengilið þurfti ég tvo framherja, og þeir framherjar sem voru til staðar og mér leist á voru aðeins tveir, þeir Trezeguet og Salas. Ég fór á leikmannamarkaðinn og sá um leið mann sem mér leist á. Christian Vieri. Real Madrid bauð 25m í hann en ég 30m. Inter hafnaði tilboði Real Madrid en ákváðu að semja frekar við mig um verðið. Þeir heimtuðu 35m. Þótt Vieri sé góður þá fannst mér þetta aðeins of hátt því þá vantaði mig pening uppá. Ég seldi þá Rampulla(GK), Esnáider(FC) og Amoruso (FC) og fékk samanlagt 9m. Ég bauð 33,25m í Vieri og sá fram á að eiga um 2-4m eftir til leikmannakaupa. Þeir tóku þessu tilboði og Vieri var minn.

Fyrstu leikirnir mínir voru æfingarleikir við nokkur lið í Noregi eins og Rosenborg. Ég vann þá alla og leist bara vel á þetta allt saman. Ég bjó til bikarkeppni með liðunum FC Byern, Real Madrid, Man Utd og mér. Ég keppti fyrst við Real Madrid og vann þann leik 3:0. Ég keppti svo við Man Utd í úrslitum og vann þann leik einnig 3:0. Ég var farinn að vera mjög bjartsýnn.

Svo byrjaði deildinn. Ég vann fyrsta leikinn en tapaði öðrum fyrir Atalanta. Vann næsta 4:0 og tapaði svo gegn Lecce og eftir það var eiginlega leiðin aðeins upp á við.

Í Meistaradeildinni lenti ég í riðli með Feyenoord, Liverpool og Red Star. Fyrsti leikurinn var gegn Feyenoord á heimavelli. Hann vann ég 3:0. Næsti leikur var gegn Liverpool á útivelli og vann ég hann 1:0. Lofaði góðu með áframhaldandi þáttöku í Meistaradeildinni. Þriðji leikurinn gegn Red Star á heimavelli og vann hann 3:0. Fjórði leikurinn var gegn Red Star á útivelli og vann hann 4:0. Fimmti leikurinn gegn Feyenoord á útivelli og vann hann 1:0. Sjötti og síðasti var gegn Liverpool á heimavelli og endaði hann með jafntefli 1:1.

Í deildinni hélt ég áfram að vinna og var farinn að ná allt í 7-9 stiga forskoti.

Komst áfram í bikarnum með því að vinna Ternana bæði heima og að heiman.

Í Meistaradeildinni lenti í í milliriðli með Celtic, Mallorca og Leverkusen. Tapaði fyrir Celtic 3:2 en vann þá heima 1:0. Vann Mallorca á útivelli 1:0 en gerði 1:1 jafntefli við þá heima. Vann Leverkusen 3:2 á útivelli og aftur 3:0 á heimavelli. Áfram hélt ég í Meistaradeildinni

Barcelona kom með 10.5m punda tilboð í Iuliano sem var of freistandi til að hafna og tók ég því. Ég keypti bara í staðinn Ugo Ehiogu og Mark Kerr og eru þeir búnir að standa sig vel, sérstaklega Ugo.

Það tók aðeins að halla aðeins undan fæti í deildinni. Á meðan lið eins og Róma og Milan voru að vinna erfiða leiki var ég að gera klaufaleg og niðurlægjandi jafntefli við lið eins og Brescia og Chievo. Milan og Róma voru komin fyrir ofan mig.

Í Meistaradeildinni lenti ég á móti Arsenal í Quarter Finals. Ég vann fyrri leik liðanna á heimavelli 1:0 og var sáttur þar sem ég fékk ekkert mark á mig á heimavelli. En seinni leikurinn var heldur betur skrautlegur. Campbell kom Arsenal yfir á 12. mín. Vieri jafnaði á 24. mín. Bergkamp kom þeim aftur yfir á 38. mín. Campbell jók forustuna í 3-1 með því að skora úr óverðskulduðu víti á 41. mín. Í hálfleik var staðan 3-1 en 3-2 samanlagt og þurfti ég aðeins jafntefli eða tapa með einu marki. Henry kom jók ennþá forustuna á 47. mín. Þá minnkaði Edgar Davids muninn með marki á 61. mín og skoraði svo Vieri mark á 64. mín. Hefði þetta haldist svona hefði ég haldið áfram. En Thierry Henry tryggði þeim sigur á 67. mín og staðan þar með 5-3 eða 5-4 samanlagt. Ég var dottinn út og var ekki sáttur þar sem ég átti ekki raunhæfann möguleika á að vinna Seria A.

Ég vann Parma í bikarnum og var kominn í úrslit.

Roma vann deildinna, Milan í öðru og Juventus í þriðja

Ég keppti við Milan í bikarúrslitum og komu þeir leikir mér á óvart. Nedved skoraði á 45 mín. og Zambrotta á 50 og 85 mín. Ég átti 5 skot að marki þar af lenti 4 á markinu. Milan átti 3 skot að marki og þar af lenti 2 á markinu. Þessi leikur var á heimavelli en á leikurinn á útivelli fór 1:1 jafntefli með mörkum frá Nedved og Umit Davala.


Ég vann því aðeins einn bikar þetta tímabil en ég ætla mér stóra hluti á því næsta, vinna þrennuna.

Takk fyri