Mig langaði að prófa dönsku deildina í CM. Ég gerði það og tók við meisturum FC Köbenhavn. Þeir áttu fullt af pening en bara 2.2 millur í leikmannakaup. ég þurfti aðallega að leita á Free Transfer af leikmönnum en keypti þó nokkra góða. Kaup:

Matei Mirie Radoi frá Steaua á 1.2 millj.
Javier Luciano Margas á free transfer
Luca Dalla Vecchia á free transfer
Marel Baldvinsson frá Stabæk á 250k
Simone Inzaghi lán frá Lazio
Francesco Javier Farinós frá Inter á 2.2
Hugo Pinheiro frá marinhense á 50k
Andrés Fleurqín á frá Sturm Graz 700k
Michael Silberbauer á 1.3 frá AaB

Seldi svo
Tódi jónsson til Verona 3.4 milljónir
benny Gall til Portsmouth 1.8 milljónir
Thomas Röll Larsen til DC United á 3.7 milljónir

Ég fekk alla leikmenn til mín áður en fyrstu leikirnir hófust. Ég var þá búinn að ákveða að liðið mitt yrði:
GK: Magnus Kihlsted
DC: Matei Mirie Radoi
DC: Javier Luciano Margas
DR: Bo Svensson
DML: Niclas Jensen
DMR: Michael Silberbauer
MC: Francesco J. Farinós
MC: Andrés Fleurqín
MC: Morten Biigard
FC: Simone Inzaghi
FC: Sibusiso Zuma

Til að gera langa sögu stutta:
Meistaradeildin:
Byrjaði með leikjum gegn Gorica frá Slóvakíu í 2 umferð í forkeppni meistaradeildar evrópu. Fyrsti leikurinn var á útivelli. ég vann 3-1 og Inzaghi skoraði 2 og Zuma 1. Seinni leikinn burstaði ég 7-2 og þá skoraði Inzaghi 3, Biisgard 2 og Zuma 2. Í 3 umferð lenti ég á Maccabi Haifa og vann báða leikina 1-0 úti og 2-1 heima og Zuma skoraði öll mörkin mín. Þá var ég kominn í riðill E í meistaradeildinni og ég var með Rosenborg, HJK og Halmstad. Ótrúlegt en satt, í riðlinum voru bara lið frá norðurlöndum. Ég lenti í 2. sæti í riðlinum á eftir HJK. Ég vann 4 leiki gerði eitt jafntefli og tapaði einum. Ég stærsti sigurinn var 5-1 gegn Rosenborg heima þar sem Biisgard skoraði 2 og Radoi, Flerqín og Zuma 1. Eina tapið var hinsvegar stórt. 6-3 gegn HJK þar sem Kihlsed var rekinn útaf. Ég var óheppinn því þetta var næstseinasti leikurinn og sá næsti var gegn Halmstad en við vorum hnífjöfn í 2 og 3 sæti og það var útileikur sem ég vann reyndar 1-0 eftir gott mark frá Margas.
Ég var mjög ánægður með að vera kominn í phase 2. Ég bjóst við erfiðum riðli en hann reyndist það ekki nema fyrir utan eitt lið. ég lenti með Real Madrid, Sturm Graz og Steaua. ÉG lenti aftur í 2 sæti riðilsins á eftir MUFC með 11 stig!!!Ég vann 3 leiki, 2 jafntefli og tapaði einum!!!! Sætasti sigurinn var gegn Steaua þegar ég var 2-1 undir þegar 11 mín. voru eftir. Þá fékk ég víti og jafnaði á 83. mín. Flerqín gerði það. Svo skoraði Zuma eftir skot af 20 metra færi.
Ég dróst gegn Lyon í 16 liða úrslitum. Ég gerði 2-2 jafntefli í köben þar sem Biisgard skoraði bæði mín en var svo svekktur eftir að þeir unnu 3-2 þar sem þeir skoruðu úrslitamarkið á 78.mín eftir að Kihlsted varði víti. í frakklandi en stjórnin var ánægð með mig.

Deildin:
Ég vann deildina með yfirburðum 28 leikir unnir, 2 jafntefli og 3 töp. Stuðningsmenn voru ánægðir og stjórnin líka. Einu töpin voru leikir gegn Brödby(báðir töpuðust og í báðum leikjunum var Kihlsed rekinn útaf) og útileikur gegn Fc Midjylland tapaðist 3-0 þar sem Peter Sand(bróðir Ebbe Sand var á skotskónum og skoraði öll mörkin). En stærstu sigrarnir voru 6-1 gegn Viborg(Zuma 4 og Inzaghi 2) og 5-2(Inzaghi 4 og Jensen 1) gegn Vejle(bæði lið féllu eftir tímabilið).

Bikarinn:
Ég datt út í Quarter Final gegn RAnders Freja 2-1 og Farinós. það lið átti fyrstu deildina það árið með 29 sigra og 1 jafntefli!!!! Þeir unnu líka bikarinn eftir framlengdan leik gegn AaB.

Leikmaður Ársins var valinn og Kom fáum á óvart að sibusiso Zuma var valinn eftir stórkostlegt tímabil hjá mér. Í 2. sæti lenti Mads Jörgensen hjá Bröndby og í 3. varð Francesco Javier Farinós hjá mér.

Unglingur ársins var Mads Beierholm hjá Vejle og Michael Silberbauer hjá mér lenti í 2. sæti. Mogens Laursen hjá FC Midjylland varð í 3.

Einkunnir leikmanna voru:
GK: Magnus Kihlsted 7.63 (HM hóp Svíþjóð)
DC: Matei Mirie Radoi 7.35(HM Rúmenía
DC: Javier Luciano Margas 7.24
DR: Bo Svensson 7.03
DML: Niclas Jensen 7.35(HM Danmörk)
DMR: Michael Silberbauer 7.69(HM Danmörk)
MC: Francesco J. Farinós 7.28
MC: Andrés Fleurqín 7.23 (HM Úrúgvæ)
MC: Morten Biigard 7.33(HM Danmörk)
FC: Simone Inzaghi 8.00
FC: Sibusiso Zuma 8.78 (HM Suður Afríka)

Sibusiso Zuma keppti alls 46 leiki og skoraði 50 mörk og lagði 18 upp!!! Ég fékk 11.25 milljóna tilboð í hann frá Valencia en hafnaði því að augljósum ástæðum.

meira einnverntíman seinna