Ég fékk símtal snemma um morguninn, það var Silvio Berlusconi. Hann spurði mig hvort að hann vildi taka við AC Milan, ég svaraði auðvitað játandi[:D]


Ég byrjaði leiktímabilið með látum á leikmannakaupum, ég keypti eftirfarandi menn:

Taribo West, free
Abel Xavier, 4.4 kúlur frá Everton
Mark Kerr, 1.1 kúlur frá Falfirk
Maxim Tsigalko, 1 kúlu frá Dinamo Minsk
Emile Mpenza, 16 kúlur frá Schalke 04

Og þessir menn voru seldir:

Thomas Helveg, 4.9 kúlur til Fulham
Massimo Ambrosini, 5.75 kúlur til Celtic
Fernando Carlos Redondo, 3,7 kúlur til Arsenal
Kakhaber Kaladze, 6.75 kúlur til Parma
Javi Moreno, 7 kúlur til Deportivo La Coruna
Andrea Pirlo, 7 kúlur til Lyon

Minn fyrsti leikur á móti Brescia gekk mjög vel, ég vann þar sannfærandi sigur á þeim 5-0, þar sem Roque Junior skoraði 2, Inzaghi 1, Serginho 1, og Umit davala 1. Eftir þann leik kom 1-1 jafntefli við Fiorentina og síðan byrjaði UEFA cupinn.
Minn fyrsti leikur var á móti Besa Kavaje, ég vann þá 3-0 í báðum leikjunum auðveldlega.

Næstu 2 leikir í Seria A gengu ekkert svo vel, ég gerði þar jafntefli við Udinese, 1-1 og tapaði síðan á móti Lazio, 1-0(þótt ég var sterkari aðilinn[:(])
En ég vann næstu 4 leiki örugglega. Þá var komið aftur að UEFA cupnum og lenti ég þar á móti Bröndby og gerði þá jafntefli 0-0 í fyrsta leiknum en ég vann seinni leikinn 2-0. deildin gekk svona upp og niður, en ég var samt í 3. sæti eftir nokkra leiki.

Enn og aftur var það UEFA cup, ég dróst á móti Leeds, þeir eru mjög góðir á 1. tímabili og þá tapaði ég 1. leiknum, 1-0 en ég vann seinni leikinn 2-0 og AC Milan voru komnir áfram.

Eftir þennan leik þá vann ég Juventus 5-0 þar sem Shevchenko skoraði þrenu ogSerginho með 2 mörk.

Deildin var frekar jöfn en Roma var alltaf á toppnum og eftir þeim komu Lazio og eftir þeim var ég, eða AC Milan í 3. sætinu. Ég dróst gegn HJK í UEFA cup, ég vann fyrsta leikinn 5-0 og seinni leikinn 2-0 þannig ég hélt áfram að brillera í UEFA cup.

Eftir þennan leik var stórleikur á móti erkifjöndunum og nágrönnum Milan, INTER MILAN.

Ég stillti liðinu upp og notaði tactik sem ég bjó til sjálfur 4-1-2-1-2

Abbiati(GK)

Abel Xavier DR Roque Junior DC Paolo Maldini DC Taribo West DL


Kerr DMC

Contra MR Serginho ML

Rui Costa AMC


Inzaghi FC Shevchenko FC


Leikurinn er byrjaður, AC Milan byrjar með boltann, þetta var frekar mikil barátta fyrstu 15 mínuturnar en þá fær AC Milan aukaspyrnu á stórhættilegum stað, þegar dómarinn er búinn að flauta þá kemur nakinn áhorfendi inná völlinn og stekkur á Rui Costa. Öryggisverðir tóku hann í burtu og hann er nú farinn úr sögunni. Rui Costa ætlar að taka þessa aukaspyrnu, Kerr rennir honum að Rui Costa og hann skýtur!!!!! Og hann er inni!!! AC Milan hefur tekið forustuna með marki frá Rui Costa.
Eftir nokkrar mínútur fær Mohammed Kallon dauðafæri en Maldini brýtur á honum inní vítateig, dómarinn dæmdi VÍTI!! Og Maldini fékk að líta gula spjaldið. Seedorf ætlar að taka vítð, hann lætur skotið vaða og hann Abbiati ver[:D][:D][:D]
Mínútu eftir vítaspyrnuna þá tekur Rui Costa skot af 30 metra færi, boltinn fer í stöngina og í jörðina, markmaðurinn slær hann í burtu og Rui Costa fær hann aftur og hann sparkar tuðrunni í netið, AC Milan er komið 2-0 yfir.
Byrjunin á seinni hálfleik, það gerðist ekkert sérstakt í seinni hálfleik nema það að Inzaghi skoraði mark og gulltryggði 3-0 sigur á Inter Milan.

Nú aftur í UEFA cup, ég lenti á móti Rangers, ég vann þá örugglega 4-0 í fyrsta leik og 4-1 í seinni leiknum. Ég var ennþá í 3. sæti í deildinni, þá var dregið í UEFA cup, það var Inter Milan, í undanúrslitum, fyrsti leikurinn endaði 1-0 fyrir AC Milan en ég tapaði síðan 3-0 í seinni leiknum og var þá dottinn út úr UEFA cup á móti nágrönnunum Inter Milan.

Deildin var búin og ég endaði í 3. sæti á eftir Lazio og Roma og var með 75 stig, eða 23 sigra, 5 jafntefli og 6 töp. Ég skoraði 68 mörk og fékk á mig 26.

Það voru 3 leikmenn í “team of the year” og voru þeir Shevchenko, Maldini og Abbiati. Markahæsti maðurinn minn var 19 mörk.

Ég var í 2. sæti í manager of the year á eftir Fabio Capello, Abbiati var valinn markmaður Seriu A.