Tilbreyting Við vitum allir að það verður agalega þreitandi að vera alltaf fastur í sömu sporum í CM og ég ætla að leggja til að þið prófið eftirfarandi.

______________________________________ ____________________________

Ég ætla því að skrifa hér stutta grein um lið sem ég gerði í CM og mitt fyrsta tímabil sem þjálfari þess.

Ég opnaði CM editorinn og stofnaði eitt stk. nýtt lið. Liðið hét Pepsi United (mikill pepsidrykkjumaður) og var það staðsett í Lundúnum. Ég vissi að ég þyrfti völl, ekki of lítinn en ekki of stórann, þannig að ég gerði einn 19.000 sæta völl með “under-soil heating” og kallaði hann Caffiene Stadium. Grunnurinn að félaginu kominn.
Til þess að félag sé rekanlegt þarf stjórn og stjórnarmeðlimi og Pepsi Utd. var enginn undantekning, þannig að ég kallaði til lífs Albert Olofsson, norskan olíujöfur og kvennabósa mikinn, til þess að verða stjórnarformann og hans til aðstoðar fékk ég þrjá kana; Miles, John og Phil. Ég var í góðum höndum.
Ég ákvað strax að þetta yrði krefjandi og erfitt starf og því setti ég 13.000.000£ í kassann og gaf leikmönnum himinhá laun (skíthá miðað við Conference deildina). Eftirfarandi leikmenn voru færðir til lífs:

Sóknin:

S C – 10. Marco (Alexandro Sibríán): Hávaxinn og myndarlegur, Marco er banvæn blanda af Alan Shearer og Alan Shearer (ekki viljandi, ég sá það bara þegar ég byrjaði í leiknum). Hann er góður í loftinu og bætti upp skort á tækni og hraða með frábærum leikskilningi og færaklárun. Virðist fullkominn og er það næstum en hann er símeiddur og vegna þjóðernis (Antigua) fékk hann “utanálfumaður” stimpil.

F LC – 9. Aldo Gonzales: Aldo er eins nálægt því að vera jafn lítill og dvergur (án þess að vera dvergur). Hann bætir það upp með hraða og tækni en hvort sem hann er í skotskónum eður ei er hann vægast sagt arfaslakur að klára færin sín (svipaður og Emile Heskey á sandölum). Hann er þó mikið í því að leggja upp mörk fyrir liðið og veiða vítaspyrnur.

S C – 2. Svenni Eldhreyfing: Ég varð að gera mann í mínu nafni… hann var meðalhár, eldsnöggur, tæknilaus en kláraði færin sín vel og skoraði jafnan mikilvæg mörk(samt arfaslakur skallamaður).

AM/F RC – 18. Gulli Franz: Gamli gaurinn í liðinu, þó aðeins 29ára, Belgíski landsliðsmaðurinn er einn mikilvægasti hlekkurinn í liðinu. Hann getur spilað á kannti jafnt og miðju (helst á kannti) frábær skotmaður og ágætur skallamaður…. frekur á laun.

Miðjan:

M C – 4. Johan Bumbunafli (fyrirliði): Frábær playmaker en getur lítið annað (takmörkuð tækli-, skalla- og skotgeta er einkennandi fyrir Johan) hann á þó marga góða leiki og er mjög miklilvægur á miðjunni.

AM/F C – 25. Omar Sharif (Michael Shalhoub): Þessi tröllvaxni Egypti dómeneraði oft miðjuna varnar- og sóknarlega, með 3,8 meðaltæklingar í leik og 18 mörk á fyrsta tímabili. Það sem stendur uppúr hjá Omari er óþolandi aflituð afró-greiðsla sem hann þverneitar að losa sig við.

DM R – 7. Hatem Skrabelsi: Ekki beint snöggur eða tæknilegur en hann sinnir mikilvægu varnar-sóknarhlutverki á hægri kannt auk þess sem hann er mjög góður að senda knöttinn en getur illa krossað. Ég kallaði hann bara Gísla.

AM L – 11. El Ninjo (Magdonio Albeldo): Öflugur vinstri kanntur. Snöggur, tæknilegur og með frábærar fyrirgjafir. Lagði upp mark nánast í hverjum leik en skoraði ekki eitt einasta mark.

DM C – 8. Keith Kelly: Ljótur og massaður einnig hægfara en gífulega aggressívur og grimmur. Frábær varnartengiliður en spjaldasafnari mikill. Það besta í fari hans var án efa vilji hans til að hirða skítalaun.

DM C – 16. Biff Leroy: Sköllóttur aríi með barta eins og Össur. Mjög svipaður leikmaður og Keith Kelly nema þá að hann er frekar snöggur en ekki eins sterkur. Launafrekur og leiðindargaur ég verð samt að halda honum innan liðsins vegna augljósra hæfileika.

AM RLC – 23. Horas: Hann er frá Trinidad og Tobago en uppalinn í Austurríki og því ekki talinn “utanálfumaður”. Hann er þessi dæmigerði fringe leikmaður, spilar allar stöður á miðju en enga vel.

AM RL – 15. Mickey (Abgar Aagaard): Þessi ágætlega efnilegi drengur er fjarskyldur frændi stjórnarformannsins. Ég sé þó ekki mikla framtíð í honum. Enda ekkert nema snöggur.

AM LC – 13. Bille Le Crémé: Franskur unglingur sem, eins og Mickey, á framtíð fyrir sér á bekknum.

Vörnin:

D C – 5. Sigo Sonck: Risastór Belgi með hraða og góðan skalla en skapstór og mjög ljótur.

D C – 6. Paba-Saba Malagaga: Hægfara en mjög öruggur varnarmaður sem brýtur nánast aldrei af sér.

D RC – 12. Brandon Armstrong: Þarf að bæta skalla, tæklingar og staðsetningar en góður á bekkinn.

D RLC – 14. Kristos Vaitsis: Ungur grikki sem getur leyst allar stöður í vörninni með prýði.

D LC – 3. Edward Longshanks: Góður og öruggur varnarmaður en nafnið heldur honum í meðalmennskuni.

Markmaður:

GK – 1. Fernando El Salvador: Frábær markmaður sem kann ekki að raka sig. Án efa sá eini í liðinu sem ég treysti fullkomlega til að sinna sinni stöðu.

Þið veltið því örugglega fyrir ykkur hvernig ég komst að með svona lítinn hóp. Það gerði ég ekki. Ég tók ekki varaliðið með í lýsinguni hér að ofan.

Þetta lið ákvað ég að yrði að vinna sig upp úr Conference deildinni og (helst) uppí Úrvalsdeildina.

Ég byrjaði vel, enda flestir mennirnir í úrvalsdeildarklassa, og ég verð að játa að fyrsta tímabilið var grútleiðinlegt. Ég fór taplaust í gegn og býst reyndar við því að lenda ekki í erfiðleikum fyrr en í 1. deild.

Ég kem með framhald seinna…