Jæja, þá er HM búið og komið að undankeppni EM
ég dróst í riðil með : Englandi,Grikklandi,Norður Írlandi og Azerbaijan

Aðrir riðlar :

1.Frakkland,Georgía,Litháen,Luxemborg,Ukraein
2.B osnía,Þýskaland,Írland,Malta,Svíþjóð,Wales
3.Albanía,A usturíki,Tékkland,Slóvakía,Júgóslavía
4.Belgía,Ungverj aland,Ísraél,Lettland,San Marinó,Tyrkland
5.Danmörk,Eistland,Ísland,Ítalía,Skotl and
6.Búlgaría,Kýpur,Makedónía,Færeyjar,Holland,Sviss
7.Hvíta-Rússland,Moldavía,Noregur,Rússland,Spán
8.Arm enía,Króatía,Finnland,Rúmenía og Slóvenía

N-írland vs Pólland (away)

Fyrsti leikurinn í riðlinum á móti N-írlandi, Kaluzny var meiddur þannig að Radomski tók
stöðu hans á miðjuni og Szymowiak kom í stöðu Radomskis.
Arkadiusz Klimek kom einnig í liðið í stað Olisadebe, en þetta verður fyrsti landleikur hinns
27 ára framherja sem er buinn að fara hamförum með Wisla á tímabilinu og skora 18 mörk í 16 leikjum 9.06 avg.
Bak var enn ekki búinn að skora úr aukaspyrnu þó að hann hafi tekið um 20 (allar fóru í varnarvegginn
og í horn) þannig að nú var komið að Szymowiak að spreyta sig við aukaspyrnurnar.

Á fyrstu mínutu leiksins fékk Pater boltan,hljóp upp hægri kantinn gaf fyrir á Bak sem skallaði
út í hornið en Aron Hughes bjargaði á línu !
Þrem mínutum síðar fékk Kryznowek boltan á hinum kantinum gaf fyrir og Bak skallaði hann
óverjandi í markið.
Á 9, mínutu tókst Szymowiak næstum að bæta við marki en Carroll varði skot hans vel.
En mínutu síðar fékk Kryznowek boltan aftur á vinstri kantinum sendi hann fyrir og Bak skallaði
hann i markið 2-0 !
Á 20. mínutu fengu írar fyrsta færi sitt, þegar Kirk skallaði rétt framhjá eftir aukaspyrnu.
Korteri síðar spiluðu Arek,Arek og Arek boltanum skemmtilega á milli sín (radmoski,bak,kimek)
og þetta endaði með því að Bak náði skalla á markið en Carroll varði vel.
Á 39. mínutu fengum við svo aukaspyrnu Szymowiak hljóp að boltanum og….. MARK óverjandi
skot út í blá hornið ! 3-0
Kryszalowicz átti svo 2 góða skalla undir lok fyrri hálfleiks annar var varinn á línu en
hinn af Carroll
HT——–
Það gerðist ekki margt í seinni hálfleik fyrsta skot á mark kom á 63. mínutu þegar Kryszalowicz
skallaði í slá.
Á 74. mínutu áttu svo írar fyrsta skot á mark, Lennon lagði upp gott færi fyrir Gillespie
en Dudek varði.
Þriðja og síðasta skot seinni hálfleiks kom svo á 88. mínutu þegar Carroll varði gott skot
frá Bak

Góður 0-3 sigur, en hann kostaði sitt, Bak fékk gult spjald og mun ekki spila á heimavelli gegn
Azerbiajan, mér var farið að hlakka til að sjá strákinn skora fernu ;P
Man of the Match : Arkadiusz Bak

Önnur úrslit í riðlinum :

Grikkland 4 - Azerbijan 1
Azerbijan 0 - N-Írland 4
England 2 - Grikkland 0

eftir leikinn hækkaði ég um 2 sæti á heimslistanum og er kominn í 13 sæti :D

Pólland vs Azerbijan (HOME)
Bak í banni :(((((
Szyimowiak kom í AMC og Kalzuny kom aftur inní liðið.

Strax á fyrstu mínutu var Pater byrjaður að geysast upp kantinn, fyrirgjöf hans lendi við fætur
Szymoiwak en markmaður Azerbijana varði í tvígang frá honum.
Þrem mínutum síðar var Pater aftur á ferð upp kantinn en nú var komið að Kryszalowicz að láta
verja frá sér.
Á 23. mínutu vann Kaluzny boltan á miðjuni sendi hann háan bolta infyrir vörnina Szymowiak tók
hann á lofti en skaut framhjá.
Á 25. míntut fékk Klimek svo dauðafæri en skot hans var varið í horn, Szymowiak tók hornið og Kaluzny
náða skallanum en það hann var varinn.
Kryszalowicz,Kaluzny og Klimek gátu svo allit skoraði áður en dómarinn flautaði til hálfleiks
en markamaður Azerbijana varði meistaralega í öll skiptin
HT——-
Pólverjar náðu svo að skora úr fyrstu sókn sinni í seinni hálfleik Szymowiak lék á markmann Azerbijan
og renndi boltanum á Klimek sem skoraði í autt markið, fyrsta mark Klimeks fyrir landsliðið.
Aðeins fjórum mínutum síðar fékk Kryznowek boltan rétt fyrir utan teig hann laumaði honum á
Szymowiak sem skaut á markið, Einhar varði en Kryszalowicz náði frákastinu og skoraði tíunda mark
sitt fyrir pólska landsliðið. (einhar gk hjá azer)
Eftir markið kom talsverð ró á leikinn það var ekki fyrr en á 68. mínutu að Pater náði að opna
vörn Azer, hann gaf svo boltan á Klimek, sem skallaði beint í hendurnar á Einhar.
Þrem mínutum síðar koma alveg eins sókn Pater–> Klimek skalli, varið.
Kryszalowicz var svo nálægt því að skora aftur á 74. mínutu en Einhar varði skot hans.
Á 77. mínutu var svo Agaev rekinn útaf þegar hann braut á Klimek sem var kominn einn í gegn
rétt fyrir utan teig.
Við þetta hrestist leikurinn Klimek átti 3. góð skallafæri á næstu mínutum en Einhar sá við honum
í öll skiptin.
Það var svo á 90. mínutu leiksins að fjórða mark pólverja leitt dagsins ljós,Szymowiak með hornspyrnu
Kryszalowicz skallar boltan niður á Pater og hann skorar fyrsta mark sitt í níu landsleikjum
4-0 sigur !.

FT. Ég átti 28 skot í leiknum en Azer 0……
Man of the Match : Szymowiak

Önnur úrslit :
N-írland 0 - England 2

Næsti leikur var svo útileikur gegn Englendingum !

England vs Pólland (away)

England:Wright,Neville,cole,Campbell,Ferdinan d,Dyer,Gerrard,Beckham (C),Fowler,Ricketts,Mcmanaman
Pólland:Dudek,Dziwior,Ha jto,Kaluzny,Radomski,Mielcarski,Szymowiak,BAK (C),Kryszalowicz,Klimek

Ég byrjaði miiiiiklu betur í þessum leik:
Strax á fystu mínutu var ég nálægt því að skora, Pater gaf fyrir á Klimek sem skallaði hann niður
á Kryszalowicz sem var dauðafrír inní teignum, hann hafði nægan tíma en skot hans fór rétt yfir :(
Fjórum mínutum síðar átti Bak gott skot rétt fyrir utan teig en boltinn smaug framhjá.
Bak var svo aftur á ferðinni mínutu síðar þegar hann stakk sér framhjá Cole og Campbell vipaði
honum á Kryszalowicz en Wright slá skot hans í horn.
Szymowiak tók hornið, Kaluzny skallaði á markið en wright varði vel.
Á 13. mínutu fékk ég svo aukaspyrnu rétt utan teigs,Szymowiak spyrnti boltanum en því miður
spall boltinn í slánni.
Á 14. mínutu fékk Dyer boltan, hann sólaði svo ömurlega varnarmenn mína og skoraði 1-0.
Á 26. mínutu áttu Englendingar svo annað marktækifæri sitt í leiknum Cole up kantinn með fyrigjöf
og Fowler skallaði hann framhjá Dudek 2-0
Eftir annað mark englendinga sóttu Pólverjar í sig veðrið, enda bökkuðu englendingar talsvert.
Á 28. míntutu fengu pólverjar aðra aukaspyrnu rétt utan teigs, Szymowiak spyrntu honum yfir veggin
en Wright varði mjög vel.
Mínutu síðar var Szymowiak með boltann á vinstri kantinum sendi hann fyrir á Bak sem skallaði,
Wright varði meistaralega, Klimek náði frákastinum en Wright varði aftur á hreint óskiljanlegan
hátt.
Á 43. mínutu á Fowler svo fínt skot sem Dudek varði.
Szymowiak var svo aftur á ferðinni upp kantinn á 43. míntutu hann sendi hann fyrir og Bak kom
flúgandi og náði að skalla boltan í markið ! 2-1
Bak var svo nálægt því að jafna 10 sekundum fyrir leikhlé þegar hann skaut rét fyrir utan teig
en boltinn hafnaði í slá í annað skipti í leiknum.
HT- England búið að eiga 3 skot og ég 10…. SKAMM DUDEK !
Fyrsta almennilega sókn í seinni hálfleik kom ekki fyrr en á 69. mínutu Bak átti þá got hlaup
upp miðjuna sendi hann á Radmoski sem var kominn einn á móti Wright en hann skaut í slá ! omg
í þriðja skipti í leiknum.
En það kom ekki að sök því mínutu seinna var það komið að Pater að hlaupa upp kantinn og gefa fyrir
í þetta skipti var það Klimek sem átti skallan, skalli hans hafnaði alveg útvið stöng óverjandi fyrir Wright.
Á 85. mínutu átti Mielcarski góða sendingu á Kryszalowicz en Wright bjargaði englendingum með
frábæri markvörslu.
Á 92. annari mínutu fengu englendingar aukaspyrnu Beckham sendi boltan fyrir Fowler stökk upp og
skallaði hann í markið ! 3-2
og þetta var fyrsta skot englendinga í seinni hálfleik !
FT - England 3 - Pólland 2 !
MoM: Robbie Fowler
(wow ég hata að skrifa um tapleiki… þurfti að búa til 20 bolla af tei til að róa mig eftir
þetta, var næstum búinn að restarta tölvunni þegar þeir skoruðu)
þetta var lélegasti leikur Dudeks frá því ég byrjaði ;P

Önnur úrslit :
Grikkland 2 - N-Írland 0

Nú verður svo gert smá hlé á undankeppnini og næsti leikur hjá mér verður á móti Rússum
efir mánuð í í Moskvu.
(161. dagar í næsta leik á em)

Russia vs Pólland

Rússar eru í 11. sæti á heimslistanum og ég 12. , Ísland er svo komið í 31. sæti eftir
frábært gengi í undankeppnui EM, þeir unnu meðal annars Dani 1-0 (H) töpuðu 1-0 (A) fyrir
heimsmeistörum ítalíu og gerðu 1-1 jafntefli við N-Íra.

1. mínuta ég komst næstum yfir strax í byrjun þegar Bak plataði nokkra rússa, sendi síðan á
Pater sem var dauðafrír en eins oft áður þá fór boltinn rétt framhjá.
Tveimur mínutum síðar komust rússar í sókn skot Semaks var varið af Dudek en Khokhlov náði
frákastinu og skoraði 1-0 eftir þrjár mínutur.
Bak tók miðjuna, gaf boltan afur á Radomski sem brunaði upp völlin sólaði hálfa vörn rússana
sendi svo háan bolta fyrir á Szymowiak sem skoraði með skalla….. (held að 70% markana hjá mér
komi með skalla).
Bak var svo nálægt því að skora með ein einum skallanum örfáum sekundum seinna þegar hann fékk
boltan frá mielcarski sem áttu góða rispu upp miðjuna,en Nigmatulin varði.
Á 16. mínutu fékk Olisadebe boltann innfyrir vörnina einn á móti markmanni eftir góða sendingu
frá Bak, en… Nigamtulin varði vel.
Á 27. mínutu léku Bak,Radomski og Kryszalowicz boltanum frábærlega á milli sín, sem endaði með
því að vörn rússa galopnaðist og Mielcarski fékk boltan í dauðafæri, en hann klaufaðist til
að skjóta boltanum framhjá.
Stuttu seinna náðu rússar boltanum Mostovoi fékk boltan á kantinum sendi hann fyrir á
Bestchasttnykh sem skoraði með skalla. 2-1
Bestcahstnykh skoraði svo næstum því mínutu síðar aftur en Dudek varði vel.
Szymowiak lagði svo upp tvö færi fyrir Olisadebe og Kryszalowicz á loka mínutum fyrri hálfleiks
en Nigamutil varði frá þeim báðum
HT—–
Það tók aðeins 34 sekundur að skora í seinni hálfleik Bak fékk boltan á miðsvæðinu sendi langan
bolta á Óla sem var einn á auðum sjó, hann sólaði svo Nugmatulan og renndi boltanum í markið 2-2.
Á 54. mínutu fengu rússar hornspyrnu Vladimir Kulik sem var nýkominn inná sem varamaður skoraði
þá næstum með sinni fyrstu snertingu þegar skalli hans var varinn af Dúdda.
Á 56. mínutu ákvað ég að setja Kryznowek inná í stað Paters, og aðeins tveimur mínutum eftir
að hann kom inná fékk hann boltan á kantinum frá Bak, hljóp að markinu og þrumaði boltanum upp
í fjær hornið 3-2.
Á 65. mínutu spiluðu Bak og Óli svo vel saman, Bak gaf á Óla sem laumaði honum svo aftur á Bak
sem var kominn í gegn, en skot Baks fór því miður langt framhjá.
Á 78. mínutu jöfnuðu rússar svo Nekrach skoraði með skalla eftir sendingu frá Kulik.
Kaluzny átti svo síðasta skot leiksins á 85. mínutu, en Nigmatulin varði vel.
FT Rússland 3 - Pólland 3
Man of the match: Arkadiusz Bak

Pólland vs Grikkland

Jæja rétt fyrir leikdag meiddust Szymowiak og Juskowiak, þar sem Brozek var að ná sér af
5 mánaða öklameiðslum þurfti ég nauðsynlega að kalla á einhvern framherja í hópinn.
Ég ákvað eftir talsverðar vangaveltur að kalla Maciej Bykowski í hópinn en hann
þessi 26. ára framherju hjá Polonia er markahæsturí pólsku deildini (21 mark í 18 leikjum)
klimek er með 20 í 17.
Þannig að tveir markahæstu leikmennirnir í pólsku deildini verða í framlínuni á móti Grikkjum.

Á 7. mínutu var Bykowski svo nálægt því að skora úr sinni fyrstu snertinu fyrir pólska
landsliðið, Klimek spretti framhjá Barbokus og Geordiadis og sendi hann á Bykowski en skot
hans var varið af Eleftheropoulos (einn uppáhalds markmanna minna í cm)
Kaluzny var svo á ferðinni 5 mínutum síðar þegar hann hljóp upp miðjuna eins og hann er vanur
sendi hann svo inná Klimek sem renndi honum á Kryznowek sem þrumaði boltanum á markið en
Elli (Eleftheropoulos) varði meistaralega.
Grikkjar náðu svo góðri sókn á 23. mínutu, Karagounis fór illa með Kaluzny og spretti upp
kantinn sendi hann fyrir á Vryzas, en skalli hans var varinn af Dudek.
Þeir fengu þá horn, Karagounis sendi hann fyrir Nikolaidis skallaði á marki en Dudek varði
boltan vel.
Á 25. mínutu komust pólverjar svo yfir eftir frábæra sókn !
Kaluzny vann boltan í vörnini sendi hann á Klimek sem gaf út á Kryznowek á kantinum hann
sendi boltan svo á Radmoski sem sólaði Dellas (uppáhalds DC'inn minn í leiknum mar fær hann
alltaf frá Roma á 2millur hann verður alltaf unhappy eftir nokkrar vikur) og gaf fyrir á Bak
sem skallaði hann óverjandi í netið 1-0 ! Þetta er 20. mark Baks fyrir pólska landsliðið
(ótrúlegt hvað hann skorar oft með skalla þó hann sé bara með 9 í heading, reyndar er hann
með 19 í jumping).
Bak var svo á ferðinni tveimur mínutum síðar þegar hann sendi fyrir á Bykowski en skalli
hans var varinn.
Pólverjar fengu svo aukaspyrnu á 39. mínutu Kaluzny skoraði með þrumu skoti af 20 metra færi !
2-0.
Grikkir náðu að minnka muninn þegar mínuta var búinn af fyrri hálfleik, Konstantinidis
hljóp upp kantinn, sendi fyrir inní teiginn, Vryzas skallaði hann niður á Nikolaidis sem
skoraði með fínu skoti.
HT- 2-1 fyrir pólland í hálfleik, pólland 6 skot 6 á mark, grikkland 3 skot 3 á mark.
Á 47. mínutu átti Bak góðan sprett upp miðjuna, sendi hann á Pater sem skaut í slá !
Þrem mínutum síðar sendi Kaluzny inn á Bak, en Skot hans var meistaralega varið.
Á 53. mínutu skoraði Kaluznu næstum aftur í aukaspyrn en Elli varði.
Grikkjar fengu svo dauðafæri mínutu síðar þegar Vryzas fór illa með Dziwior og Hajto,renndi
honum út á Nikolaidis, en Dudek varði mjög vel, hann kastaði honum fram á Kryznowek sem
sendi fyrir á Bak, skalli og mark ! 3-1 og Bak með 21 mark fyrir föðurlandið.
Á 73. míunutu áttu pólvejar svo skemmtilega sókn, Dziwior vann boltan af Vryzas gaf hann
á Bak sem sendi hann á Szymowiak fékk boltan aftur stakk honum inn á Bykowski en skot hans
smaug framhjá stönginni, Bykowski óheppinn að skora ekki þarna.
En það koma ekki að sök því mínutu seinna fékk Szymowiak boltan frá Mielcarski einn á móti
Ella, hann plataði ella sem var kominn niður á jörðina, vipaði honum á Bykowski sem skallaði
hann í netið ! 4-1 og fyrsta mark Bykowskis staðreynd.
Klimek átti svo 2 góð færi eftir þetta en Elli varði í bæði skiptinn.
Það var svo þegar tvær mínutur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma að Grikkir klóruðu
í bakkan, Nikolaids skoraði eftir góðan einleik.
FT 4-2 sigur
Man of the match : ARKADIUSZ BAK

önnur úrslit:
Azerbijan 0 - England 2

Poland vs N-Ireland

Bjóst við léttum leik enda vann ég þá úti 0-3, þegar Bak skoraði tvö skallamörk og Szymowiak
skoraði úr aukaspyrnu.

Fyrsta marktækifæri kom ekki fyrr en á 16. mínutu þegar Kaluzny tók innkast Bykowski fékk
boltan út við hliðarlínu plataði Griffin upp úr skónum og þrumaði boltanum með vinstri af
20 metra færi….. maaaaaaaaark ! óverjandi skot upp í blá hornið !
Kaluzny fékk svo dauðafæri tveim mínutum síðar, þegar Bak tók hornspyrnu, það var enginn nálægt
Kaluzny þegar boltinn kom fyrir, en skalli hans var lélegur og driblaði framhjá.
Bykowski var í banastuði í dag og á 20, mínutu lék hann á Griffin,Johnsson og Elliot gaf
hann á Radomski sem lyftu honum á Bak sem skoraði næstum með flugskalla en Carroll náði að slá boltan út
í teiginn Mielcarski náði frákastinu, gaf hann aftur á Bak en Carroll varði í horn.
Kaluzny tók hornspyrnuna, Bak náði að skalla boltan en Carroll varði, aftur var það Mielcarski
sem náði frákastinu, í þetta skipti var hann einn á móti marki ! en á einhvern ótrúlegan klaufahátt
skaut hann boltanum framhjá ! skamm ! mielcarski ! =(
Á 27. mínutu á Bak svo fínt skot rétt utan teig sem Carroll varði vel.
Á 34. mínutu náðu Pólverjar svo góðri sókn, Pater spilaði skemmtilega þríhyrning við Radomski
sendi boltan svo fyrir, þar sem Bak kom fljúgandi og skoraði með föstum skalla sláin inn.
Norður írar fengu fyrstu sókn sína mínutu síðar þegar Healy komst í fínt færi eftir að hafa
platað Dziwior en Dudek varði vel.
Klimek átti svo síðasta færi fyrri hálfleiks á 42. mínutu,eftir að hafa fengið boltan frá
Kryznowek skaut hann boltanum í stöng.
HT—–
Bak var nálægt því að skora þrennu á fyrstu mínutu þegar hann fékk góða sendingu frá Klimek
en skalli hans fór naumlega yfir.
Á 54. mínutu vann Bak boltan af Lennon sendi hann út á hægri kantinn þar sem Pater kom á fleygiferð
hann sendi svo fyrir á Radomski en skot hans fór yfir.
Mínutu síðar Spiluðu Bak,Kryznoek og Kaluzny boltanum skemmtilega á milli sín sem endaði með
því að Brykowski komst í dauðafæri en Carroll varði en og aftur !
Bak fékk svo einn eitt skalla færið á 70. mínutu, í þetta skipti var það Kryznowek sem sendi
á hann, en…… hann skallaði yfir.
Mínutu seinna fengu Írar fyrstu sókn sína í seinni hálfleik, Gilespie fékk boltan á kantinum
sendi fyrir á Elliot sem skoraði með skalla….
ég var orðinn frekar hræddur eftir þetta mark.
Klimek klúðraði svo góður færi á 81. mínutu þegar hann komst einn í gegn en skaut boltanum
í hliðarnetið.
En þrem mínutum síðar fékk Kryznowek boltan á vinstri kantinum sendi hann á Mielcarski
sem tók boltan á lofti, boltinn fór í Lennon, Hjato náði frákastinu sendi fyrir á Bak sem
skoraði með….. skalal :D 3-1
Bykowski bætti svo fjórða markinu við á 90. mínutu, Kryznowek upp kantinn fyrigjöf skalli og
mark !
FT- 4-1 sigur :D
Man of the match: Maciej Bykowski (hann og Bak fengu báðir 10)

önnur úrslit:

Azerbijan 0 - Grikkland 4

Nú verður gert langt hlé á undankeppnini og næstu leikur er ekki fyrr en eftir 5 mánuði

Framundan eru tveir æfingaleikir á móti Bólivíu og Danmörku báðir á heimavelli.

Polland vs Boluvia

Bykowski hélt sæti sínu eftir frábæra frammistöðu í síðustu leikjum það er svo að frétta af
honum að hann er kominn upp í 38 mörk í 33 leikjum fyrir Polonia (28 mörk í 22 deiladarleikjum)

Bak var strax byrjaður að rífa í sig vörn Bóluvíu á þriðju mínutu þegar hann spinnti sig framhjá
hverjum varnarmanninum á fætur öðrum þar til hann var kominnn upp að markinu, Gato markmaður
Bóluvíu sem átti eftir að fara hamförum í þessum leik varði hinsvegar skot hans vel.
Hann varði svo frá Kaluzny af 6 metra færi á 6. mínutu.
Á 7. mínutu fengu pólverjar svo aukaspyrnu rétt utan teigs, Kaluzny tók spyrnuna og sá setti
hann óverjandi upp í hornið ! 1-0 :D
Á 12. mínutu skoraði Bykowoski næstum, Radmoski og Bak spiluðu boltanum skemmtilega á milli
sín þar til hann barst á Bykowski sem var kominn í dauðafæri en Gato náði að koma litla fingur
í boltan og útaf í horn.
Kaluzny tók hornið sendi fyrir þar sem Bak kom á fleygiferð, en fastur skalli hans var lítið
mál fyrir Gato.
Á 15. mínutu meiddist svo Arkadiusz Klimek, Pawel Kryszalowicz kom í hans stað.
Mínutu eftir að Klimek meiddist fékk Pater boltan á kantinum eftir góða sendingu frá Radmoski
hann sendi hann á Bak sem lagði hann út á Byk sem spyrnti boltanum rétt framhjá.
Og mínutu eftir það fékk Pater boltann aftur á kantinum sendi fyrir Gato slá boltan frá,
Kaluzny náði honum, sendi hann á Bak sem skoraði af stuttu færi 2-0.
HT- Kaluzny var með 10 í einkunn í hálflei, en hann var búinn að vinna eins og brjálæðingur
í leiknum og vinna hvern boltanum á fætur öðrum og eiga hverja tæklinguna á fætur annarri.
Á 58. mínutu varði Gato skalla frá Bak og Mielcarski, og mínutu seinna fengu Bólivíumenn
eina færi sitt í leiknum, þegar Jóse Castillo sórefnilegur 20 ára (Bólivani?) sólaði hálf liðið
upp úr skónum og komst einn í gegn, en Dudek sá við honum.
Á 60. mínutu fékk Bykowski botlan á kantinum hann sólaði Péna fyrirliða Bólivíu og sendi boltann
á Pater sem var einn á auðum sjó inní teignum, en Gato varði en og aftur.
Þrem mínutum síðar fór Bykowski aftur illa með Péna, en í þetta skipti sendi hann á Kryznowek
sem þrumaði boltanum í stöngina.
Á 68. mínutu geystist Kryznowek upp kantinn sendi á Kryszalowicz en skalli hans var farinn.
(strákarnir eru með eitthvað skallafrenzy eina sem þeir gera er að skalla boltann)
Á 73. mínutu fengu pólverjar svo aukaspyrnu ekkert svo langt frá markinu, Kaluzny vippaði boltanum
inní teiginn þar sem Kryszalowicz stökk upp og skoraði með góðum skalla 3-0.
Arakadiusz Bak átti svo síðasta marktækifæri leiksins á 84. mínutu þegar hann skaut yfir úr
frábæru færi, eftir frábæran undirbúning Bykowskis.
FT:
Man of the match: Radoslaw Kaluzny (bykowski og hann fengu báðir 10) en þeir unnu eins
og brjálaðingar allan leikinn.

Þessi grein fer bráðum að ná hinni, og ég nenni ekki að senda inn einhverja mega langa grein
þannig að ég skipti þessari líklega í 3 hluta.

En allavega árangur frá upphafi :


20 leikir 14 sigrar 2 jafntefli 4 töp 61 mark skorað 24 fengin á sig

Markahæstu leikmenn:
Arkadiusz Bak 28 ára AMC/FC 24 mörk í 19 leikjum
Pawel Kryszalowicz 28 ára FC 9 mörk í 15 leikjum
Radoslaw Kaluzny 29 ára DMC/DML 5 mörk í 19 leikjum
Miroslaw Szymowiak 27 ára AMC/AMR/FC 5 mörk í 13 leikjum
Maciej Bykowski 26 ára SC 3 mörk í 3 leikjum

Flest lögð upp mörk:
Bak 10
Jacek Kryznowek 26 ára AML 10 í 19 aps
Grzegorz Pater 28 ára AMR 6 í 13 aps
Arek Radomski 6 ast í 18 aps
Kaluzny 3 ast í 19 aps

Hæstu meðaleinkunnir:

Bak 8.7
Kaluzny 8.2
Szymowiak 7.8
Janosch Dziwior 28 ára DC/DL/DMC/DML 7.6 í 18 aps
Jerzy Dudek 30 ára GK 7.6 í 20 aps

Svo er Maciej Bykoski með 9.67 avg í þrem leikjum