HNK Hajduk Núna langar mig að segja ykkur frá 1. tímabili mínu sem knattspyrnustjóri HNK Hajduk frá Króatíu. Ég hafði ekki farið í CM lengi en svo þegar ég fór í hann var ég í vandræðum með að finna deild. Ég hugsaði með mér að króatíska deildin gæti orðið spennandi þrátt fyrir að ég þekkti ekki neitt til þar. Eftir mikla leit að liðum varð Hajduk fyrir valinu. Maður byrjar með lítinn sem engann pening eða 250 þúsund pund. Ég sá strax að það var nú ekki hægt að fá marga leikmenn fyrir þennan pening en ég keypti þó leikmenn fyrir 58k. Ég seldi engann.

Þeir sem ég keypti voru:

Rami Shaaban - 50k (Djurgården)
Paulo Viúla - 8k (Vila Real)
Davor Suker - (free transfer)
Kaba Diawara - (free transfer)
Jonas Lundén - (bosman)

Þegar ég sótti um starf sem framkvæmdastjóri hjá félaginu sagði stjórnin að það væri eins gott að ná í Evrópusæti ef ég ætlaði að halda vinnunni. Fyrir átökin í deildinni ákvað ég að taka einn æfingaleik og það ætlaði ég mér. Ég bauð gríska liðinu Xanthi í heimsókn til Króatíu og ég vann þá 1-0. En svo byrjaði deildin. Ég vann fyrstu fimm leikina nokkuð örugglega og vann ég liðin, Kamen Ingrad, Zadar, Marsonia, Pomorac og Dinamo. Þessi deild var aldrei spennandi því ég sat á topp deildarinnar frá upphafi og ég náði mest 15 stiga forskoti. Fysti tapleikur minn kom á móti NK Hrvatska Dragovoljac og það var í leik nr. 26, og þá voru 4 leikir eftir af deildinni. Ég vann deildina örugglega með 13 stigum og svona var lokastaðan:

1. Hajduk - 79 stig (25 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap)
2. Varteks - 66 stig
3. Dinamo - 59 stig
4. Osijek - 57 stig
5. Zagreb - 52 stig

Ég tók þátt í undankeppni Meistaradeildarinnar og í 2. umferð fékk ég lið Porto. Þar sem ég taldi Porto vera erfiða andstæðinga hélt ég að dagar mínir væru taldir í þessari keppni. En svo varð raunin ekki því ég sló þá út 4-3 samanlagt og fékk svo austurríska liðið Tirol Innsbruck í næstu umferð. Ég sló þá örugglega út 6-1 samanlagt. Þar með var ég kominn í riðlakeppnina. Þar lenti ég með Juventus, Leverkusen og PSV. Til að gera langa sögu stutta þa´lenti ég í neðsta sæti í þessum riðli með 6 stig og féll úr keppni. Ég vann Juventus og Leverkusen og tapaði öllum hinum leikjunum.

Króatíska bikarkeppnin gekk eins og í sögu og vann ég hana. En til að komast í úrslitaleikinn þurfti ég að leggja 5 lið að velli. Í fyrstu umferð fékk ég liðið Cibalia og vann ég þá 3-0. Annarar deildar liðið Uskok mættu ofjörlum sínum í þriðju umferð og þeim beið 5-2 ósigur. Þar með var ég kominn í 8-liða úrslit og þar fékk ég liðið Varteks. Í 8-liða, undanúrslitum og úrslitaleiknum sjálfunum eru leiknir tveir leikir. Ég vann Varteks 6-1 samanlagt. í undanúrslitum mætti ég annarar deildar liðinu Mosor og vann ég þá 5-0 samanlagt. Í úrslitaleiknum mætti ég Dinamo og ég vann þá 5-3 samanlagt og var þar með orðinn króatískur bikarmeistari.

Stjórnin var í skýjunum yfir þessum árangri hjá mér. Ég notaði leikkerfið 4-3-3 og mitt sterkasta lið var svona, einkunn og markafjöldi fylgir:

GK - Stipe Pletikosa - 7,31 - 0 mörk
DL - Krunoslav Rendulic - 7,03 - 0 mörk
DC - Goran Sablic - 7,65 - 2 mörk
DC - Igor Stimac - 7,78 - 3 mörk
DR - Darko Miladin - 6,89 - 0 mörk
MC - Jonas Lundén - 7,00 - 3 mörk
MC - Srdjan Andric - 7,60 - 7 mörk
MC - Igor Musa - 7,68 - 9 mörk
SC - Davor Suker - 7,98 - 30 mörk
SC - Zvonimir Deranja - 8,16 - 24 mörk
SC - Kaba Diawara - 8,18 - 27 mörk

Ég var kosinn stjóri ársins og var Kaba Diawara valinn besti maðurinn í deildinni.

Ég styrkti hópinn aðeins fyrir næstu leiktíð með 4 gaurum og eru það:

José María Lacruz - bosman (Athletic Bilbao)
Radoslaw Kaluzny - bosman (Energie Cotbus)
Abel Xavier - bosman (Everton)
Artur Wichniarek - bosman (Arminia Bielefield)

Kem kannski með leiktíð nr. 2
Takk fyrir mig

Geithafu