Ég skrifa þetta hérna því að CM4 var orðið aðeins of langt.

Það sem hefur verið helst kostur CM að mínu mati í gegnum árin er verið að hann er svoldið “cut the crap” leikur það sem skiptir máli er í champ en öðru sleppt. Það hafa eins og allir vita komið út miklu “flottari” leikir en enginn slær þó champ við í heildarmyndinni. Með 2D vélina þá hefur ímyndunar aflið verið stór hluti leikjanna aðeins að ímynda sér hvernig boltinn flikkaðist af veggnum til To Maderia eða Kim Kallstrom. Þetta er svoldið úr sögunni núna, mér finnst reyndar góð rök með að skoða vafaatriði því það hefur verið erfitt hingað til. Annað með leikja vélina þá vil ég segja smá sögu.
Ég fékk demo af fótbolta leik 4-4-2 minnir mig og maður gat spilað eitt af þessum topp 5 liðum á Englandi og spila síðustu ca 5 leikina í toppbaráttu. Maður fékk random manager og ég lenti á Ranieri (sem er ágætt enda ég Chelsea-maður) í síðasta leik sem ég þurfti að vinna um miðjan leikinn fékk Stanic með boltann á vinstri kanntinum í efnilegri skyndisókn en…. Hann fór til baka rók boltann inn í teyg og skoraði frekar ljótt mark með því að labba inní markið. Eigið mark!! Ég var frekar pirraður. Ef þetta hefði gerst í champ hefði ég ekki tekið eftir þessum einleik Stanic, og það hefði verið aðeins meira samhengi og það eru skoðuð sjálfsmörk við og við. M.ö.ö ímyndunaraflið hefði að öllum líkindum náð að blekkja mig.
Annað nýju deildirnar og seinkunina, mér var sagt af manni sem var mikið inní þessum leik að honum hefði verið fresta vegna þess að þeir uppgvötvuðu mikinn markað í í Hong Kong. (ég segi þetta því ég man ekki hvaða deild það var). Seinkunin er þó augljós því að þeir hafa hingað til gefið út leik eða hálfgerðan extencion-pakka í upphafi tímabils undanfarin tímabil þó að CM3 hafi líka verið slæmur með þetta. Núna er komið nýtt official-update en það eru engar aðra viðbætur. Því dreg ég þá ályktun að þeir hafi ætlað að koma með leik en honum seinkað og seinkað og seinkað… að laga galla og eitthvað svoleiðis finnst mér slök rök ef það þarf að klára leikinn á skemmri tíma þá á að ráða fleira fólk!!!
Það var líka lofað ansi miklu og góðu í upphafi og svo draga þeir bara í land (t.d. númer leikmanna fídusinn og fleira og fleira). Það hefur verið tætt á markaðs- og gagnagrunna rökum sem eru alveg “valid” en Ísland er að kaupa helvíti mikið af leikjum og það má aðeins launa tryggðina! Mér minnir að Ívar hjá EVE-online hafi talað um 100 þús leiki svona til að byrja með og ég held að CM selju ábyggilega svona 5000 hér þó ég viti ekki hvað CM selur. Gagngrunnurinn um Ísland hefur líka stækkað vel og Afturelding er með eitt stærsta liðið í leiknum. Ég hef sjálfur búið í Mexíkó og veit að CM áhugi þar er við frostmark og verður það áfram.
Peningaplokkið virðist vera endalaust fyrst vilja þeir greinilega ekki ráða fleiri starfsmenn og í öðru lagi er það fáránlegt ef maður þarf að kaupa CM-blaðið til þess að fá demo-ið . Svo verðu það ekki sent til Íslands en samt selt til Falklands-eyja. Ég vil fá demo-ið en ekki eitthvað helv. production sögur!
Fyrir mína parta er CM búinn að missa mitt customer-loyalty ég held að það að copera leikinn reynist mér auðveldara en með hina þar sem maður hefur VILJAÐ borga fyrir góða vöru sem var ekki svo mikið á eftir. Margir hafa líka mist áhugan því það var ekkert sem kom til að halda mönnum við efnið. Ég hef talað við fjölmarga sem eru orðnir reiðir og eflaust eru nokkrir lesendur mínir það líka. Lifið heil(ir) og áfram Chelsea og Parma