Jæja þetta gæti orðið nokkuð löng grein þar sem ég ætla að taka hverja keppni sér. En allavega mér langaði að vera Arsenal(einsogmjögoft), og ég ákvað að vera líka landslið, þeas. Ireland, ég leit á hópinn hjá Arsenal, fínn eins og venjulega :) en ég ákvað að kaupa West í byrjun tímabilsins engann annan, en hérna eru allavega sölur og kaup yfir allt seasonið.

Kaup:Taribo west free

Marcos 9.25m keypti hann á miðju tímabili

F.Morientes 15m var að kaupa hann eftir seasonið.

Sölur: Wiltord 10m Fenerbache

Gilberto silva 5 m til Paris SG

Ég cancellaði æfingaleikjum, like usual og ákvað að drífa mig bara beint í góðgerðaskjöldin, ég ákvað að prufa 4-2-4, það virkaði ekkert, ég tapaði gegn Liverpool 3-1 í Bílstjóraskildinum , ég ákvað að prufa þetta tactic aftur, ég rétt slefaði með 3 stig útur 1 leiknum á tímabilinu 0-1 gegn Fulham þar sem Pires skoraði markið, næsti leikur var gegn Manutd úti ég náði 1-1 jafntefli þar, þar sem West skoraði jöfnunarmark á 80 min.

Þar sem ég er kröfuharður manager þá var ég ekki alveg nógu sáttur með þessa byrjun, og minn uppáhaldsleikmaður Henry var ekki að meika það í þessari tactic, þar sem ég dekra nokkuð við Henry kalllinn þá breytti ég um tactic, ég ákvað að skipta í 4dc-3mc-1amc-2fc.

Fyrsti leikurinn minn með þessa tactic fór 1-3 gegn Birmingham þar sem Henry,Campbell,Ljungberg skoruðu, ég var alltaf á mjög fínu róli í deildinni, eftir 20 leiki var ég með 18 sigra og 2 ties í 2 sæti, þar sem Chelsea var að brilla, eftir svona 5 leiki í viðbót var ég kominn á toppinn og Henry var að brillera,

Meistaradeildin gekk mjög vel. Ég komst auðveldlega uppúr 1 riðli þar sem ég notaði eiginlega bara varaliðið í þeim riðli, ég dróst með Real Madrid,Feeynord,Nantes, ég sá að ég ætti að komast uppúr þessum riðli með Real madrid, ég vann fyrstu 2 leikina mína og Real madrid einnig, næstu 2 voru gegn Real madrid og þeir gengu ekki vel og Real tóku mig í þeim báðum, en það var ekkert stress í gangi, ég vann Nantes úti og Feeynord heima, þannig að ég komst upp í 2 sæti , og dróst gegn Roma, JÁ ROMA!! fyrri leikurinn endaði 1-1 þar sem að Roma jöfnuðu á 90 min en, ég vann seinni leikinn 2-0, þannig að ég var kominn í semifinals, ég dróst þar gegn Real madrid, fyrri leikurinn á Highbury fór 1-1 þar sem ég gat talist heppinn að sleppa með stig, ég vann seinni leikinn 0-1 þar sem Keown var hetjan og skoraði sigurmarkið á 72 min, ég var kominn í úrslit og það gegn B.Munchen.

Ég datt út í 3 umferð í League cup(worthless cup) gegn liverpool úti, þar sem ég notaði varaliðið mitt eins og ég geri alltaf í þessari keppni. Þá var komið að FA cup, ég dróst gegn Watford úti, ég vann þá 2-4, þar sem Henry skoraði 2 og ljungberg og jeffers settu hin, Næsta umferð dróst ég á móti Chelsea á brúnni, þar sem þeir voru í 2 sæti, á eftir mér var ég mjög smeikur fyrir þennan leik, ég sá þarna enda þáttöku minnar í FA CUP, og þetta byrjaði alls ekki vel þar sem Hasselbaink skoraði fyrir Chelsea á 16 min, Ljungberg jafnaði á markamínútinni 43, og ég labbaði í hálfleik með jafntefli, hálfleikurinn byrjaði vel þar sem Henry kom mér yfir á 58 min, Edu skoraði á 78 min og Jeffers gulltryggði mér sigur á 88 min, þannig að ég var kominn áfram í 5 umferð.

ég dróst gegn Fulham heima og ákvað að hvíla mína menn, sá leikur fór 1-1 og það var replay þar sem að ég vann 1-4 ég var kominn í quarter finals, þar dróst ég á móti Liverpool á anfield, ég vann hann 1-3 þar sem að Henry skoraði 2 og Edu 1, ég var kominn í undanúrslit ég dróst gegn Leeds og leikurinn átti að fara fram á Walkers Stadium í Leicester, eg byrjaði betur þegar Ljungberg kom mér yfir á 17 min, Bakke jafnaði fyrir Leeds á 28 min. Henry kom mér yfir á 34 min og Kanu tryggði sigurinn á 45 min. Úrslitaleikurinn var þá fyrir hendi á Fúsaldarvellinum í Cardiff.

Ég vann deildina með 88 stig, og Liverpool kom þar á eftir með 84, þá var komið að úrslitaleiknum í FA CUP. Jæja ég var nú ekkert alltof nervice þar sem þetta var gegn Bolton, en maður á ekki að vanmeta, en allavega Pires kom mér yfir á 1 min og Parlour gulltryggði mér sigur á 83 min, Lauren maður leiksins með 10. þannig að ég var FA cup meistari,

Þá var komið af stóru stundinni úrslitaleikurinn í CL! sem var gegn B.Munchen í Hampden park í Glasgow , ég fékk frábært start þegar Pires kom mér yfir á 8 min, þetta var mjög jafn leikur Elber jafnaði á 81 min, ég var orðinn mjög nervice þar sem B.Munchen voru að sækja og sækja, Scholl tryggði Bayern Munchen sigur á 86 min, bömmer. Enn fínn árangur að vinna deildina og FA CUP

Mitt besta lið var svona tacticið 4-3-1-2

Marcos

Lauren West Campbell A.Cole

Ljungberg Viera Pires

Bergkamp

Henry Kanu

Henry var valinn besti leikmaður ársins með 8.80 í av.rating og markahæstur í deildinni með 35 mörk hann skoraði samanlagt 48 mörk í 48 leikjum, yfir allt, hann var virkilega að brillera, hann var 2 World player , henry,Vieira,Lauren,Pires voru allir í byrjunarliði í liði ársins og Bergkamp var á bekknum.

Jæja þá ætla ég að segja ykkur frá Ireland, ég lenti í öðru sæti í riðlinum á eftir Portugal í HM undankeppninni, ég lenti á móti Kína á sæti um HM sæti, ég vann útileikinn 1-2 þar sem að Kinsella og Holland skoruðu mörkin, seinni leikinn vann ég 7-2 þar sem að R.Keane var með 3 mörk og Holland var með 2 þá var komið að HM drættinum. Riðillinn var SJOKKERANDI ég lenti með Nígeríu Spáni og Frakklandi þeir vildu fá mig upp og ég stefndi á það, fyrsta leikinn vann ég 1-0 þar sem að D.Connoly skoraði, næsti leikur var gegn Frakklandi og endaði það jafntefli, 1-1, einnig endaði leikurinn gegn spán jafntefli 3-3 og ég vann riðilinn með 5 stig jafnt og frakkland en betri markatölu. ég lenti gegn Mexíko, þar sem að ég vann 2-1 D. Duff með bæði, þá var komið að Quarter finals, þar lenti ég gegn italy, þetta var mjög jafnleikur en á 90 min tryggði Robbie Keane mér SIGUR! þvílík hamingja, í semi finals lenti ég gegn Portugal þar sem að ég tapaði 0-2, ég lenti gegn Paraguaq í sæti um 3 sætið og ég vann hann 1-0 og ég endaði í 3 sæti, betra en ég bjóst við, Jæja vonandi var þetta skemmtileg lesning, veit að þetta var langt!