Jæja, þá kemur framhaldið af sögunni minni með West Ham, ég ákvað að styrkja hópinn minn verulega fyrir komandi leiktíð og það gerði ég, ég fékk slatta pening frá stjórninni, hérna sjáiði kaupin mín og sölur fyrir tímabilið, og meðan á tímabilinu stóð.

Sölur: Trevor Sinclair 8m
M.Carrick 5.5m


Kaup:

P.Robinson 3.9M
Niko.Kovac 3M
S.Marlet Free
R.D.Boer 1.5M
N.Butt 2.8M
M.Duberry 1.5M
T.Sheringham free
J.Hasselbaink 3.6M
F.Fernandez 3 millur
N.Anelka 5M

Jájá ég veit ég keypti mjög mikið, ég ákvað að breyta um tactic í byrjun tímabils, breytti í orginal 4-3-3, Ég byrjaði leiktíðina á 1-1 jafntefli gegn Newcastle svo komu 2 sigurleikir en ég var ekki alveg sáttur við tacticina, ákvað að breyta aftur í Nakano, var svona í 7 sæti fyrir jól, datt útúr League Cup í 3 umferð gegn Leeds heima, mér var sama, ég ætlaði mér langt í CL og FA Cup, ég lenti í öðru sæti í CL riðli 1 á eftir Deportivo, þá fékk ég PSV,Dortmund,Atalanta, ég sá að ég ætti að geta náð að náð öðru sætinu ef ekki vinna þennan riðil, En það bara gekk ekkert ég tapaði á móti Atalanta, 4-2 var undir 4-1 og ákvað að láta D.James framm, þar sem hann skoraði með skalla, það var það eina sem gladdi augað í þessum annars ömurlega leik.

Cl var bara svona hjá mér ekkert að ganga og ég lenti í síðasta sæti í riðlinum, var hættur að reyna eftir 3-4 leiki útaf ég var með 1 stig eða eitthvað, ákvað að einbeita mér meira af deildinni og FA cup.

Jæja snúum okkur smá að FA cup ég fékk Coventry úti í 1 leik vann þá 1-3 þá voru það WBA tók þá 1-4 þá lá leiðin til Crystal Palace þar sem rétt slapp með jafntefli og tryggðan replay leik, ég vann hann 2-0, ég vann Ipswich á Upton Park 2-1 í Quarter finals, en þá var dregið, ég fékk Man utd á Villa park, ég varð mjög órólegur þar sem ég átti united líka leikinn á undan því í deildinni, ég var í 3 sæti í deildinni eftir 31 leik, þá kom að manutd leiknum sem voru í 2 sæti og Liverpool í 1 , ég vann Man utd 3-0 heima, jájá ég var skelkaður og varð ennþá hræddari um leikinn á móti þeim í FA þar sem maður vinnur ekki oft 2 leiki í röð gegn liði eins og Manutd. En hvað, ég tók Manutd 2-1 og West Ham united var komið í úrslit FA cup, Þetta var í fyrsta skiptið í sögu West ham sem þeir komast í FA Cup finals(kíkti í history) En aðeins að deildinni. Það voru 36 leikir búnir ég var með örrugt 3 sætið og átti ekki séns á 2 sætinu, þannig að 3 sætið, annað árið í röð.

En þá var komið að FA Cup finals gegn Liverpool
Liverpool byrjaði betur og Owen kom þeim yfir á 6 min. J Cole jafnaði fyrir mig á 12, mjög jafn leikur, Hasselbaink skoraði úr aukaspyrnu á 62 mín áhorfendur voru að brjálast, það var komið í uppbótartíma , Áhorfendur West Ham voru byrjaðir að syngja fornfræga lagið Ole ole en hvað M.Owen jafnar á 90 min, ég ferst úr spennu og áhyggjum, Diouf kemur þeim yfir á 94 mín í framlengingu. Þarna hélt ég að allt væri búið! en hvað J.Cole jafnar á 110 min allt brjálast, ég sækji og Hasselbaink skallaði boltann til Defoe sem kláraði færið og leikinn !!!!!!!!!!!! ótrúlegur sigur hjá West Ham .

Þannig að ég vann FA cup og 3 sæti í deildinni. 2 riðill í meistaradeild

mitt besta lið var svona 4-3-1-2 Nakano

P.Robinson

Repka Breen Duberry West

T.Camara Butt Cole

Defoe og Hasselbaink

Defoe var valinn 2 young player of the year og hann og Joe cole í liði ársins. Defoe var markahæsti maður deildarinnar með 23 mörk næsti maður með 21, Liverpool vann deildinna og Man utd í öðru.


Læt kannski vita 3 season.