Eftir að hafa verið með York í nokkur ár og ekkert gengið neitt sérstaklega vel ákvað ég að starta nýju save-i með hinu stórkostlega liði Sunderland.

Jamm, það fyrsta sem ég gerði var að líta á leikmannahópinn sem ég hafði í höndunum. Ég var með einn stórkostlegan markmann að nafni Thomas Sörensen og síðan Jurghen Macho, sem er líka nokkuð góður. Varnarmennirnir voru ekkert sérstakir en þar voru þó menn eins og Jody Craddock, Emerson Thome og upprenandi stjarna, George McCartney. Samt sem áður keypti ég Carlos Gammara frá Flamengo á 5.75 milljónir punda. Þá voru það vængbakverðir. Vinstra megin voru stórkostlegir leikmenn, þeir Micheal Gray og Julio Arca. Hægra megin var engin sérstakur, þannig að ég notaði McCartney fyrat en um áramótin keypti ég Adam Chambers frá WBA. Aftast á miðjunni hafði ég tvo valkosti, Stefan Schwarz og Nicolas Medina. Báðir mjög góðir. Á miðjunni var gat ég Gavin McAann, Medina eða John Oster. Framliggjandi miðjumaður var David Bellion. Frammi hafði ég að sjálfsögðu Kevin Phillips og síðan Nial Quinn(of gamall) eða Lilian Laslandes. Ég þurfti að styrkja framlínuna og ég skoðaði marga menn en komst að þeirri niðurstöðu að Tommy Smith hjá Watford væri bestur og því keypti ég hann á 6m punda. Ég spilaði kerfi sem ég hannaði sjálfur: Sunder 2-3-2-1-2.

———————–Sörensen
——– —–Gammara————-Craddock

——Chambers—- ——Schwarz—————-Arca
——————Mc Ann———Medina
———————–Bellion
— ————–Phillips——–Smith

Þetta var besta uppstillingin mín allt tímabilið. Ég seldi auðvitað einhverja gaura, aðallega einhverja úr varaliðinu, ég vildi ekki selja þá sem ég vissi að höfðu hæfileika. Því voru miklir tímar framundan. Ég nennti ekki að spila æfingaleiki, því ég gerði engar stórar breytingar á liðinu. Markmið stjórnarinnar fyrir leiktímabilið var að halda liðinu frá fallsvæðinu en ég var með önnur áform. Við ætluðum okkur að stefna að Evrópu og ég var með rétta mannskapinn í höndunum. Tímabilið hófst með leik gegn Fulham á heimavelli og unnum við þá 2-1 með mörkum frá Phillips og Laslandes. Þannig gekk þetta og eftir tólf leiki var liðið í öðru sæti. Tommy Smith hafði bókstaflega blómstrað, sem og Julio Arca. En síðan kom slæmi kaflinn, margir leikmenn lentu í meiðslum. Micheal Gray varð frá í 3 mánuði og Stefan Schwarz, máttarstólpurinn á miðjunni brotnaði í leik og varð frá í hálft ár. Enn fleiri urðu síðan frá í minni tíma. Á þessum slæma kafla þá töpuðum við leikjum og gerðum 2 jafntefli. Það er auðvitað bara staðreynd að þegar þú stjórnar liði kemur alltaf slæmur kafli og síðan auðvitað góðir. Þetta var í desember en þegar nýja árið gekki í garð þá tókum við algjöran kipp og unnum 6 leiki í röð. Þá loksins hélt ég liðið væri að verða stabílt en allt kom fyrir ekki og við töpuðum síðan 3 leikjum í röð! Núna er 2. feb 2002 og við erum í 8.sæti með 42 stig, 12 sigrar,6 jafntefli og 9 töp. Tommy Smith er markahæstur með 10 mörk og Julio Arca er með bestu meðaleinkunnina eða 7.89. Í deildarbikarnum gekk okkur illa og töpuðum við gegn Northampton í vítaspyrnkeppni á útivelli. En í FA Cup gekk okkur miklu betur. Við unnum Watford, Northampton, Wimbeldon og Man. City. Allt voru þetta stórir sigrar nema gegn Wimbledon, 2-1. Í undanúrslitunum mættum við Middlesbrough og var sá leikur háður á St. James's Park og var búist við spennandi leik enda liðin á svipuð róli í deildinni. Sú var raunin, mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim seinni voru við mun betri og unnum 1-0 með marki frá GAvin McAnn á 56. mínútu. Í úrslitaleiknum sjálfum mættum við Chelsea sem voru í sjöunda sæti. Við töpuðum þeim leik 2-1 og var það mjög ósanngjarnt þar sem við vorum mun meira með boltann allan leikinn.Tommy Smith var í 3.sæti í kjöri á besta unga leikmanni ársins í ensku deildinni. Við enduðum tímabilið í 9.sæti sem var ágætur árangur. Núna er að koma nýtt tímabil og ég þarf að styrkja hópinn því við stefnum á meistaradeildarsæti. Ég er búinn að kaupa Micheal Brown frá Sheff. Utd á 3,1 m, hann spilar DMC. Síðan keytpi ég Simon Davies á 3,9m frá Tottenham, Santamaria, 20 ára portúgalskan varnarmann á 450k og Trevor Sinclair á 8m frá West Ham. Ég segi kannski frá næsta tímabili fljótlega.