Jæja, ég ákvað að skora á ykkur aftur, þrátt fyrir dræmar undirtektir síðustu jól vill ég endilega reyna aftur.

Það sem hefur tafið mig hvað mest við að setja ykkur þessa áskorun (fyrir utan allt sem ég er að gera í raunveruleikanum) var að finna eitthvað bæði frumlegt og vonandi spennandi. Jólin eru jú tími mikillar eyðslu svo mér datt í hug að hafa það sem áskorun, geta selt leikmenn fyrir sem mestan pening.

Uppsetningin er: Enska deildin í forgrunni, ítalska, spænska og þýska í bakgrunni, Use Real players: yes, Attrigute masking: yes.
Lið Stevenage, sem um þessar mundir eru næst neðstir í Conf deildinni á Englandi. Nota nýjasta patchin (3.9.68) og engar aðrar breytingar. Menn mega hætta hjá liðinu og taka við öðru, en það má eekki “Add manager” bara halda áfram með þeim sem gerður er í upphafi. (Ég vill bara benda á að það er svo gott sem ómögulegt að ná að skipta um starf á 3 árum svo að þeir sem ætla að segjast hafa fengið hjá Manutd geta bara gleymt því)

Augljóslega er ekki hægt að koma í veg fyrir svindl og þess vegna verða líklega engin verðlaun (gæti samt breyst, mögulega, kannski).

Við spilum 3 tímabil og eftir hvert tímabil (í kringum 25 júní helst) verður að taka skjáskot af “finances & info” -> “income”. Einnig af “transfers”-> “players out” (fyrir rétt tímabil, gæti verði fleiri en ein skjámynd).
Ef menn vilja sýna að þeir séu voðalegir braskarar má einnig senda inn skjáskot af “finances & info” -> “expenditure” og “transfers”-> “players out”

Þeir sem vilja taka þátt senda mér póst með öllum skjáskotunum í .jpg formi á wbdaz(at)isl.is. Helst að setja öll skjáskotin í eitt zipp skjal og senda bara zip skjalið. Getið notendanafns á Hugi.is ef það á við í póstinum.

Lokadagur verður þrettándinn 6. janúar. Sigurvegari verður sá sem nær að selja leikmenn fyrir mestan pening. Sá sem kaupir fyrir mest fær líka auka“verðlaun”. Ég mun síðan setja upp einhverja síðu með öllum þeim skjáskotum sem ég fæ og verður vinningshafinn umvafin hrósi og berum meyjum (eða sveinum ef það er betra).

Spurningar? Hverjir ætla að reyna? Ég starta mínu savi í fyrramálið.