Nú langar mér að segja frá gömlu save-i með Tottenham á fyrstu leiktíð. Stjórnin sagði mér að ná í Evrópusæti og auðvitað stefndi ég á það. Tottenham byrjar með 12 milljónir til leikmannakaupa og þegar ég leit yfir leikmannahópinn sá ég að ég þyrfti að styrkja og yngja þennan hóp aðeins. Þannig að ég fór í smá innkaupaferð á leikmannamarkaðinum og keypti fyrir 5,75 milljónir og seldi fyrir 14,5 milljónir.

Þeir sem ég keypti:

Djibril Cissé (Auxerre) 3,5 mil.
Stefan Selakovic (Halmstad) 950 k
Kim Källström (BK Häcken) 625 k
Mark Kerr (Falkirk) 600 k
Taribo West (Free transfer)

Þeir sem ég seldi voru:

Darren Anderton (Celtic) 7,75 mil.
Goran Brunjevic (Wolves) 2,7 mil.
Steffen Freund (Frankfurt) 1,4 mil.
Tim Sherwood (Fulham) 1,4 mil.
Öyvind Leonhardsen (Blackburn) 1,2 mil.

Ég ákvað að taka einn æfingaleik til að sjá hvernig mitt sterkasta lið átti að vera. Ég bauð þýska liðinu Leverkusen í heimsókn til London og ég vann þá 2-0. En svo byrjaði deildin af krafti og fyrsti leikurinn minn var á móti Leicester á heimavelli. Ég vann þá örugglega 3-1. Svo næstu tvo leiki var ég taplaus. En svo kom leikur á móti Newcastle á útivelli og ég tapaði honum 2-0. Ég byrjaði vel og var lengi í efsta sæti deildarinnar en datt svo niður í annað sæti. Svona var þetta alla leiktíðina 1.- 5. sæti en svo kom ég liðinu upp í 3. sæti og sat þar sem fastast til enda leiktíðarinnar. Ég náði sem sagt meistaradeildar sæti og var stjórnin ánægð með það.

Bikarkeppnirnar voru nú ekkert skemmtilegar hjá mér þar sem ég datt snemma útúr báðum. En í League Cup spilaði ég í annari umferð
við Wimbledon á útivelli. Ég vann þá 4-2 og skoraði Djibril Cissé öll mörkin. Svo í næstu umferð mætti ég Arsenal á útivelli og þá datt ég út. Þeir unnu mig 5-2. Í FA Cup mætti ég fyrst Crystal Palace á útivelli og ég vann þá 4-1. Í næstu umferð mætti ég liðinu Colchester á heimavelli og ég vann þá 3-0. Svo mætti ég þriðju deildar liðinu Cambridge Utd. á útivelli. Ég vann þá 3-1. Þá var ég kominn í 8-liða úrslit og þá mætti ég Man.City á útivelli. 3-0 sigur hjá City mönnum sló mig útút keppninni.

Ég notaði leikkerfið 4-1-3-2 yfir alla leiktíðina og mitt sterkasta lið var svona:

Neil Sullivan - GK
Christian Ziege - DL
Taribo West - DC
Chris Perry - DC
Mauricio Taricco/Stephen Carr - DR
Ledley King - DMC
Stefan Selakovic - MC
Mark Kerr - MC
Simon Davies - MC
Djibril Cissé - SC
Sergei Rebrov - SC

Í sumarfríinu styrkti ég hópinn enn meira og þá keypti ég leikmenn fyrir 13,5 milljónir og þeir sem ég keypti voru:

Louis Saha (Fulham) 10,75 mil.
Tommy Smith (Watford) 2,8 mil.
Marvin Andrews (Livingston) Bos
Alessandro Birindelli (Juventus) Bos
Hamilton Ricard (Middlesbrough) Bos

Ég hef ekkert meira að segja um þessa leiktíð.

Takk fyrir mig
Geithafu