Jæja…. þar sem að ég hef nú í þónokkurn tíma verið Huga-notandi með CM sem aðaláhugmál en ekki tekið þátt í greina- og korka spjalli þá ætla ég að reyna breyta því.

Eftir að ég var búinn að spila CM í ýmsum update-um þá var ég orðinn nokkuð þreyttur á leiknum (það er samt eiginlega synd að segja þetta) og tók ég mér því hvíld frá leiknum í tvær-þrjár vikur (það er ógeðslega langur tími hjá mér) en síðan fann ég þessa þrá, sem þið kannist líklega líka við, til að fara aftur í leikinn og reyna eitthvað með ensku neðri deildar liði. En í stað þess að fara í new game með update-inu þá ákvað ég að kíkja baka til fortíðar og valdi quick start og því var leikurinn alveg eins og þegar ég keypti hann.

Liðið sem ég valdi var Hull City í þriðju deildinni. Þetta lið er búið að vera í dálitlu uppáhaldi hjá mér frá því úr CM2 en þá voru alveg hörku markmenn í liðinu þeir Alan Fettis og Roy Carrol báðir frá Norður-Írlandi og er ferill þeirra í alvörunni búinn að blómstra að talsveru leiti síðan þá og margir aðrir áhugaverðir menn.

Áður en ég byrja að segja frá save-inu vil ég bara láta ykkur vita að ég er ekki með mikla reynslu af neðri deildunum en samt spilað leikinn mjög mikið undanfarin ár.

Hull liðið er held ég sæmilega statt fjárhagslega í byrjun miðað við 3. deildar lið, byrjar með í kringum 2 milljónir punda.
Eins og venja er hjá mér þá byrjaði ég að fara á leikmannamarkaðinn og fór að spreða smá. Til að styrkja sóknina keypti ég þá Johnny Dixon frá Wycombe (100k), Joao Paiva (free transfer) og To Madeira frá Gouveia (100k sem er langhæsta upphæðin sem ég hef þurft að kaupa hann á í leiknum frá upphafi) einnig frá Gouveia keypti ég miðjumanninn Marco (5k) og síðan frá Derby ástralska varnarmanninn Con Blatsis (550k ).

Síðan seldi ég tvo leikmenn í byrjun tímabilsins þá Rodney Rowe til Blackpool (65k) og Rob Matthews til Torquay (85k). Í lok september fékk ég síðan Lee Fowler að láni frá Coventry og stóð hann sig mjög vel í DMC og sló stórstjörnu Færeyinga, Julian Johnsson, brátt úr liðinu.

Þar með var ég tilbúinn í tímabilið og ætlaði að sjálfssögðu að komast upp strax á fyrsta ári.
Ég ákvað að spila 4-4-2 Diamond taktíkina. Paul Musselwhite í markinu. Andy Holt og Mark Greaves sem bakverði og Con Blatsis og Ian Goodison sem dekkara. Neil Mann og Ryan Williams (RW er hörku efni) sem kantmenn og Færeyinginn Julian Johnsson (Lee Fowler sem ég fékk í láni) sem DMC og Jamaicamanninn Theodore Whitmore sem AMC. To Madeira og Joao Paiva voru síðan frammi. Auðvitað breyttist liðið oft á milli leikja og notaði ég þá oft hina nýkeyptu Marco og Johnny Dixon. Líka Lawrie Dudfield, Lee Philpott, Ben Petty og Gary Alexander.

Þar sem ég nenni sjaldan að spila marga æfingarleiki þá spilaði ég bara einn leik og vann 4-2. Tímabilið var því hafið og var ég taplaus fyrstu 7 leikina (5 sigrar og 2 jafntefli) og komst auðveldlega í gegnum fyrstu umferð League Cup en tapaði síðan í hörkuleik við stórliðið Man City í annarri umferð. Datt ég líka úr FA Cup og Vans Thropy (ég var í North hlutanum) í annarri umferð. Líklega einhver bölvun á ferð. Til að gera langa sögu stutta þá lenti ég í 4.sæti og þar með í Playoffs eftir að að hafa verið meirihluta tímabilsins í 2. sæti. Mér til mikillar ánægju þá vann ég Playoffs (það gerist mjög sjaldan hjá mér). 2. deild var því á leiðinni.

Smá af öðrum uplýsingum um fyrsta árið.

Keyptir leikmenn:
Johnny Dixon – Wycombe – 100k
Joao Paiva Free Transfer
Marco – Gouveia – 5k
To Madeira – Gouveia – 100k
Con Blatsis – Derby – 550k
Mike Duff – Cheltenham – 20k
Cliff Black – Free Transfer
Craig Pead – Coventry – 200k
Goncalo Oliveira – Gouveia – 5k
Alexandre Jeannin – Free Transfer
Total 975k

Seldir leikmenn:
Rodney Rowe – Blackpool 65k
Rob Matthews – Torquay – 85k
Justin Whittle – Wrexham – Bos
Lawrie Dudfield – Colchester – 150k
Mark Greaves – Rushden – 500k
Theodore Whitmore – Bos (alveg ömurlegt)
Total 800k

Supporters Player of the Year: To Madeira.
Í liði ársins Paul Musselwhite og To Madeira.
Income vs. Expenditure: 2k í hagnað (þetta er alveg hrikalega lítill hagnaður, laun voru mjög mikill hluti eyðslunnar)

Að mínu mati voru bestu leikmenn liðsins eftirfaldir:
To Madeira
Theodore Whitmore
Ryan Williams
Joao Paiva
Paul Musselwhite


2. tímabil

Þar sem að ég komst upp um með naumindum þá þurfti ég að styrkja hópinn og þeir leikmenn sem ég keypti voru Lee Fowler úr Coventry (stóð sig vel hjá mér í láni) 110k, James O’Connor úr Stoke á 160k og síðan hinn ungi marksækni miðjumaður hann Matthew Christensen sem er aðeins 15 í byrjun leiksins, ég fékk hann frá Coventry á 70k (góður díll þar á ferð). Einnig keypti ég Christian Scarlato, Leon Hese og Bjorn Becker á Free Transfer og síðan tvo aðra í viðbót frá Coventry þá Richard Spong og Sean Cooney en þessa fimm leikmenn keypti ég til að stækka hópinn og sem framtíðarmenn. Seinna á tímabilinu keypti ég síðan Johan Pater af Free Transfer og Ian Hillier frá Tottenham á 275k.

Þetta tímabil seldi ég engan leikmann nema ef meðtaldir eru þeir leikmennsem ég setti á Free Transfer og einn í burtu á Bosman (Nicky Mohan).

Tímabilið byrjaði nokkuð vel, var í efstu sætunum fyrstu 10-15 leikina en síðan fór að halla undan fæti og var það mikið útaf óheppni og því að ég var með hugann við annað meðan ég var í tölvunni, svona hálfsofandi. Tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum, mjög oft með einu marki eftir að hafa komist yfir. Datt ég úr FA í þriðju umferð, League Cup í 2. umferð og í Vans Thropy í fyrstu. Þetta var bara algjört hörmungar tímabil og lenti ég neðar og neðar í deildinni en á endanum kom svona stutt tímabil af góðum leikjum en í seinustu 10 leikjunum vann ég 5 gerði 3 jafntefli og tapaði 2 leikjum. Þessi stig redduðu mér frá falli og endaði ég í 15.sæti í deildinni.
Stjórnin ætlaðist ekki nema til þess að ég myndi berjast hetjulega við falldrauginn þetta tímabil og þar sem að ég hélt liðinu uppí þá fékk ég að halda starfinu.

To Madeira var aftur valinn maður ársins af stuðningsmönnum
Enginn komst í lið ársins.

Þeir leikmenn sem stóðu sig vel voru:
To Madeira
Ryan Williams
Matthew Christensen
Marco


3. tímabil

Þar sem að tímabilið á undan gekk ekki vel þá ákvað ég að hreinsa aðeins til í liðinu. Þeir leikmenn sem ég seldi voru Gary Alexander á 425k til Reading, Matt Bloomer til Exeter á 26k, Michael Edwards til Kidderminster á 50k, Andy Holt til Reading á 500k, Ben Morley til Cardiff á 250k, Mike Duff til Brighton á 500k, Alex Peters til Northampton á 100k, Gary Bradshaw á 475 til Brighton, Goncalo Oliveira á 40k til Macclesfield, Ian Goodison á 500k til Charlton og Liam Chapman til Huddersfield á 20k. Losaði mig greinilega við þónokkuð marga leikmenn.

Ég keypti síðan Richard Naylor á Bosman frá Ipswich, Karl Murray frá Shrewbury á 180k, Michael Foley Sheridan frá Liverpool á 975k (ekkert sérstök kaup), Sebastien Kneissl á Free Transfer, Craig Shaw frá Chesterfield á 28k síðan keypti ég tvo varnarmenn frá Bolton þá Rhodra Jones 500k og Jermaine Johnson 220k. Einnig fékk ég síðan Matthew Wicks að láni og stóð hann sig svo vel að ég keypti hann í lok tímabilsins á 180k frá Brighton.

Tímabilið byrjaði ekki nógu vel að mér fannst. Þarna var ég byrjaður að nota venjulega 4-4-2 leikaðferð en ákvað síðan að breyta til og notaði ég leikaðferðina hans wdaz 2-1-4-1-2 og þá fóru hjólin að snúast og ég halaði inn stigunum með mikilli hjálp frá Matthew Christensen sem spilaði sem dýrlingur væri.

Datt ég úr FA í þriðju umferð, League Cup í 2. umferð og í Vans Thropy í fyrstu alveg eins árið áður. Greinilega ekkert bikarlið hér á ferðinni.

Liðið var eftirfarandi:
Markmaður: Matthew Glennon
Dekkarar: Rhodri Jones og Matthew Wicks
DMC: Lee Fowler
Kantar: Karl Murray og Ryan Williams
MC: Craig Pead og Marco
AMC: Matthew Christensen
FC: Richard Naylor og To Madeira

En ég skipti samt þónokkuð mikið um leikmenn á milli leikja því hópurinn var orðinn það stór að ég þurfti ekki að nota sömu leikmennina það mikið að þeir myndu ofþreyast.,

Núna er fjárhagurinn í fínu standi í kringum 5 milljónir punda.

Það sem eftir var að tímabilinu gekk mjög vel og endaði ég í 1. sæti eftir harða toppbaráttu. Núna er ég að byrja í 1. deildinni og ætla ég auðvitað að stefna á það að komst upp.

Matthew Christensen var kosinn maður ársins af stuðnigsmönnum enda spilaði hann 48 leiki og skoraði í 33 mörk og lagði upp 15 mörk og var valinn 6 sinnum maður leiksins og endaði hann með 7.76 í meðaleinkun. Ekki slæmt hjá 17 ára gömlum Ástrala.

Ekki er eiginlega hægt að velja úr hvaða leikmenn stóðu sig best þetta tímabil því flestallir stóðu fyrir sínu.

Núna er ég sem sagt að byrja á 4. tímabili og ég læt ykkur kannski vita hvernig gengur.

Annars vil ég endilega heyra hvernig ykkur fannst um greinina. Hvað má betur fara og hvað er gott. Vil minna ykkur líka á að þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem ég nenni að vera svona lengi með neðrideildarlið.

Vonandi eru ekki margar staf.villur í þessum texta.
Sorowin