Jæja ég ákvað að taka við Newcastle United.
Fyrsta daginn minn í vinnuni var haldinn fundur með Freddy Shepard (chairman) og nefndini, við ræddum framtíðar horfur og spá um árangur á tímabilinu, þeir sögðu mér að þetta væri allt í lagi ef ég mundi halda mig um miðja deild, ég var shocked á þessu metnaðarleysi hjá liðinu, og það munaði minnstu að ég hafi rokið út af fundinum ég sagði þeim að ég ætlaði mér langt mér liðið og lofaði þeim meistardeildar sæti.

Jæja eftir þetta fór ég yfir hópinn hann var svosem fínn nema að vörnin var alveg ótrúlega slök, þannig að ég keypti Dellas frá Roma á 2 millur og Stephan Henzchoh (vitlaust skrifað) af Liverpool á rúmar 4 miljónir.

Svo fékk ég skilaboð frá einum af scoutunum mínum hann sagði mér að hann hefði rekist á duglegan og vinnumikinn attacking midfielder að nafni Arkadiusz Bak.
Ég sendi þá forráðarmönnum Polonia bréf um hvort þeir vildu ekki fljúga til Englands og taka einn stuttan æfinga leik, þeir þágu boðið og komu.
Leikurinn fór 2-3 fyrir þeim og Bak átti stórleik, skoraði eitt mark og lagði upp tvö, ég var sannfærður og faxaði Polonia tveggja og hálfs miljón punda tilboð.
Þeir gáfu mér grænt ljós á að tala við hann, hann sagði að það væri mikill heiður að fá að koma til svona “stórliðs” og eftir nokkrum dögum síðar undiritaði hann 5 ára samning.

Jæja mér fannst þetta vera komið gott en það vantaði enþá smá breytt í hópinn þannig að ég keypti Radoslaw Kaluzhny og Pawel Brozek frá Wisla.

Jæja nú var tímabilið að byrja fyrsti leikurinnn var á móti Fulham (H) ég stillti upp 2-6-2 leikerfi (leikerfið hans Wbdaz) liðið var þannig skipað: Given,Bramble,Tellas,Speed,Kaluzhny,Solanio,Robert,Dyer ,Bak,Bellamy og Shearer.
ég vann leikinn 5-1 og Bak skoraði þrennu og Shearer 2.

Tímabilið gekk mjög vel ég lenti í öðru sæti 11 stigum á eftir Arsenal og komst í 8 liða úrslit í UEFA cup þar ég tapaði 5-3 samtals á móti Besiktas.

Arkadiusz Bak var óstöðvandi hann spilaði 56 leiki skoraði 66 mörk og lagði upp 20.
Í deildini skoraði hann 42 og var markakongur næst á eftir honum var Shearer með 26 (ég skoraði 101 mark í deildini)
Bak var valinn besti leikmaður deildarinnar og Shay Given var valinn besti markmaðurinn.

Nefndin var að drukna úr ánægju eftir tímabilið og sögðust ætla að stækka leikfanginn.

Well um sumarið gerðist margt Robert var með einhverja stæla og heimtaði 75k í vikulaun þannig að ég seldi hann til Roma á 15m og Solano seldi ég svo til Chealsea á 10m.
Í þeirra stað keypti ég Cristiano Doni frá Atalanta og Edu frá Arsenal.

Jæja nú hætti ég að skrifa og byrja á tímabili nr.2.