Ég hafði ekki farið lengi í CM og ég ákvað að fara í gamalt save með Chelsea. Ég var nýbúinn með fyrstu leiktíð og ég var með tæpar 30 milljónir til leikmannakaupa. Ég ákvað að kaupa nokkra leikmenn fyrir þann pening. Á annari leiktíð keypti ég leikmenn fyrir 44,5 milljónir og ég seldi fyrir 46 milljónir.

Þeir sem ég keypti:

Christian Chivu (Ajax) - 18 mil.
Guti (Real Madrid) - 10 mil.
Nicolas Anelka (Paris SG) - 4,3 mil.
Samuel Kuffour (Bayern Munchen) - 4 mil.
Danny Mills (Aston Villa) - 3,5 mil.
Hugo Leal (Paris SG) - 2,5 mil.
Cherno Samba (Millwall) - 2 mil.
Ahn (Perugia) - free transfer
Dida (Corinthians) - free transfer
Michael Clegg (Man.Utd) - free transfer
Pascal Cygan (Lille) - free transfer

Eftir þessi leikmannakaup taldi ég mig vera fullfær um að geta unnið deildina, bikarinn og deildarbikarinn með yfirburðum. Þar sem ég lenti í 5. sæti í deildinni á fyrstu leiktíð var ég í UEFA Cup og þar datt ég út á móti Roma í 8 liða úrslitum. Ég átti óskabyrjun í deildinni og var taplaus fyrstu 23 leikina með 19 sigra og 4 jafntefli. Fyrsta tapið mitt kom á móti Bolton. Í báðum bikarkeppnunum datt ég fljótlega út en þá einbeitti ég mér bara að deildinni. Ég vann deildina örugglega og endaði með 97 stig, 11 stigum á undan Man.Utd sem kom þar á eftir. Ég var með 31 sigur, 4 jafntefli og 3 töp yfir leiktíðina. Ég notaði leikkerfið 4-1-3-2 og nýttist það mér vel.

Byrjunarliðið:

Carlo Cudicini/Dida - GK
Christian Chivu - DL
Taribo West - DC
John Terry - DC
Michael Clegg - DR
Håkan Mild/Danny Mills - DMC
Federico Magallanes - MC
Kiko - MC
Jody Morris/Hugo Leal - MC
Nicolas Anelka - SC
Simone Inzaghi - SC

Nicolas Anelka var alveg að brillera hjá mér með 8,39 í einkunn, hann skoraði 25 mörk og var markahæstur og svo lagði hann upp 14 mörk.

Vonandi kemur 3 leiktíðin fljótlega.

Takk fyrir mig
Geithafu