Jæja hugafólk,
komið þið sæl og blessuð. ég er hér að mæla með einum leik ( www. hattrick.org )sem ég mæli með að sem flestir skoði. Þessi leikur er svipaður champ að því leytinu til að þú ert með lið og lætur það spila leiki sem eru 2svar í viku af því að þetta er svona online realtime leikur. Ef að þið skráið ykkur þá fáið þið lið eftir ca. 4 daga… fer eftir álagi á servernum. Kostirnir við þetta eru m.a. þeir að þið fáið íslenskt lið sem þið skírið og svo fáið þið “fake” leikmenn sem heita allir íslenskum nöfnum, þið getið svo keypt og selt einsog vitleysingar og þjálfað leikmennina fylgst með leikjum og breytingum, stækkað völlin, spilað vináttuleiki og jafnvel international vináttuleiki, svo það besta við þetta allt er að þið getið sótt um að verða landsliðsþjálfari og þá verður kosning um það, en hún er einmitt á 1 eða 2 seasona fresti (hvert season er 16). Ég veit ekki hvað ég á að segja meira um þennan leik annað en að hann er algjer schnilld og það ættu sem flestir að prófa hann því að þá verður landsliðið okkar betra (þ.e. í leiknum að sjálfsögðu) og þá fer kannski einhver að taka mark á okkur í leiknum… við vorum minnsta þjóðin í þessum leik fyrir 2 vikum en ég auglýsti hann á annari síðu og nú erum við 10 minnsta… ég mæli eindregið með þessum leik… www.hattrick.org