Alessandro Nesta er alveg að brillera hjá mér. Ég er nýbúinn með fyrsta tímabilið í ensku-deildinni og vann hana með naumindum, ég er Chelsea og var aðeins 2stigum á undan Manchester United og 3 stigum á undan Arsenal. Allavega hann Nesta er bara kóngur vallarins í hverjum einasta leik, á tímabilinu varð hann níu sinnum maður leiksins, skoraði 14 mörk og átti 12 stoðsendingar, allt þetta í 27 leikjum sem er nokkuð gott fyrir varnar mann. Hann var að fá oftast níu í einkunn stundum tíu, en svo náttúrulega átti hann sína slæmu leiki, en einkunnin hans fór aldrei niður fyrir sjö. Yfir allt árið var hann með níu í meðaleinkunn (eina 7, tvær 8, tuttugu 9 og fjórar tíur). Það kannski skemmst frá því að segja að þeim leikjum sem ég tapaði skoraði hitt liðið oftast bara einu sinni. Ég vann UEFA cup með því að leggja Inter að velli 2-0 í úrslitaleik. Þeir sem ég keypti fyrir og á tímabilinu:
Allessandro Nesta,
Kim Kallsröm,
Dinosis Chiotis,
Bernard Mendy,
Neil Mellor,
Rudy Haddad,
Mark Kerr,
Steven Reid,
Pablo Aimar.
Nú er ég hins vegar að bíða eftir að Franco Costanzo fá atvinnuleyfi enn eftir mörg tilboð féllust þeir í River á að selja mér hann fyrir 11milljónir punda, sem mér finnst vera alltof mikið miða við að hann var metinn á aðeins 800k þegar ég lagði mitt fyrsta tilboð (3.5 milljónir) á borðið hjá River. Ég var búinn að semja við við Paris-SG um kaup á Ronaldinho en þá fékk hann ekki atvinnuleyfi sem mér fannst ömurlegt. Allavega nú líður á næsta tímabil og þá hef ég þáttökurétt í meistaradeildinni og geri vonandi einhverjar rósir þar. :)