Myndin er tekin á Nikon Coolpix 5700. Ef ég man rétt þá er hún tekin á 8 sek. rétt eftir tólf á Gamlárskvöld. Ég notaði tækifærið og sleppti því að sprengja sjálfur en tók myndavél og þrífót upp á hamar í hverfinu mínu og tók myndir.
Þetta mun einfaldlega vera kerti á eldhúsborðinu okkar. Ég sagðist ætla að senda í þessa keppni og stend við mín orð. Búinn að vera frekar andlaus í myndatöku yfir hátíðarnar. Er ekki fullkomlega sáttur með þessa, en ákvað að láta hana bara fljóta.