Þessi mynd var tekin sunnan Malmö í Svíþjóð 4. júlí 2006. Hún er tekin við sólsetur um átta-leytið. Það var eitthvað við þessi tré sem fangaði atygli mína… Tekin á Kodak EasyShare P850.
Ja, kannski er komið nóg af svona sólsetursmyndum, en mér fannst þessi bara svo flott. Var á rúntinum með vinum mínum og okkur varð litið á sólarlagið, svo það var bara brunað heim og náð í myndavél.
Tekið út Miðfjörðinn, sést í Heggstaðanesið til vinstri, Vatnsnesið til hægri, og Strandirnar beint á móti.
Hún væri örugglega flottari ef henni hefði verið breytt eitthvað, en ég kann bara ekkert svoleiðis.
Þegar ég keyrði austur fyrir fjall þan 06.06.06. Þá sá ég þessa fallegu sjón og varð bara að taka mynd. Þetta er svo fallegt, og það er allt svo fallegt þarna fyrir austan.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..