Víðsýna af Skólavörðuholti
Panorama, dregið af grísku fyrir "allt" og "sjón", er gamalt hobbý ljósmyndara. Hér má til dæmis sjá víðsýnu af Beirút undir lok nítjándu aldar. Fræðilega mætti sennilega, með haganlega upp settum speglum og linsum, ná 360° sjónarhorni í einni töku. Það væri þó talsvert basl. Yfirleitt eru margar myndir teknar og þær klipptar saman, eins og myndin af Beirút, myndirnar í Google Street View, sem og þessi hér. Hún er tekin út um norðvesturhlið Hallgrímskirkju á góðviðrisdegi í febrúar. Fleiri myndir af sama tæi og í talsvert betri upplausn er að finna á algleymi.com/myndir.