3...2...1...Klisja ! f/6.3
1/100 sec.
ISO 50
16mm

Myndin er tekin í ljósmyndaferð LMK þar sem liðar að austan og norðan sameinuðust við mývatn.
Við lok þessarar frábæru ferðar fórum við í námaskarð, paradís ferðamansinns.
En vegna mikillar úrkomu síðustu daga var jörðin eins og heitt gúmmí. Skórnir voru helmingi þyngri þegar við fórum aftur af svæðinu, einungis vegna drullunar sem hafði sest á þá. En þarna mitt í drullusvaðinu var þessi ágæta lækjarspræna sem var mjög svo myndarleg. Ég er viss um að allavegana helmingur hópsins hafi tekið ekki ósvipaða mynd og þessa.

Ég vann myndina að stórum hluta í lightroom en var ekki alveg nógu sáttur með útkomuna í detailunum svo að ég ákvað að bracketing'a myndina og skella henni í Photomatix.
Úr því forriti kom þessi ágæta HDR mynd sem ég fínpússaði svo í Lighroom.
Ramminn er svo settur á með Canvas tólinu í PS.
Ef svo ólíklega vildi til að þið hefðuð áhuga á því að sjá fleyri myndir úr ferðini þá má gera það hér. (varúð! léleg gæði.)