Við, í jólaskapi. Við erum fjölskyldan í Ásabyggð 2 á Akureyri, Íslandi.
Við óskum þér, þínum og ykkur, gleðilegra jóla!

Myndin er tekin í stofuni heima.
Ég tók hátalaraboxin og staflaði þeim uppá hvort annað, dró út þrífótinn og lagði hann varlega á þau.
Ég var með poka fullan af ávöxtum tilbúinn, festi vélina við fótin og hengdi pokann á hinn enda. Passaði að allt ylli ekki um koll.
Við lögðumst niður og snérnum höfðunum saman. Ég stökk upp á með tíu sekundna millibili, eftir að flassið lýsti okkur upp og ýtti á takkann. Nú hefði verið gott að vera með fjarstýringu.
Eftir nokkrar tilraunir hafði okkur tekist að það. Við vorum öll með opin augun og brostum okkar blíðasta, póstkortamyndin fullkomnuð.

Takk fyrir mig!