Þetta er ljósmynd eftir Marínó Thorlacius, sem að mínu mati er einn besti ljósmyndari Íslands. Myndefnið er hljómsveitin Cliff Clavin er þeir voru út í London nú í desember að taka þátt í Global Battle of the Bands hljómsveitakeppninni. Myndin er tekin á 35mm filmu og er hægt að nálgast fleiri myndir úr sömu seríu á http://marinot.com/cliffclavin
Já hann Marínó Thorlacius er snillingur. Finnst þessi mynd samt ekkert sérstök. Hef séð alveg margfalt, margfalt betri og áhugaverðari myndir frá honum. (enda hefur hann þá kannski verið að spá eitthvað í hlutunum, en hérna bara taka mynd af því sem var að gerast)
Já í þessari seríu var hann bara að elta þá og “snappa” af þeim á meðan þeir voru í Camden hverfinu á leið að borða og svo að taka lest niðrá Denmark St. Var ábyggilega voða lítið að pæla í öðru en að halda fókus og ná “rokkmyndum”.
Þessi mynd á alveg sama rétt á sér og sú sem huganotandi tekur sjálfur. Ef að ég hefði tekið nákvæmlega sömu mynd og sett hana hingað væri þetta samt sama mynd. Finnst allt í lagi að vera að kynna verk eftir einhverja aðra ljósmyndara eins og aðrir eru að kynna sín eigin.
svona óbeint. Cliff Clavin fengu leyfi til að nota þessar myndir við kynningu á sjálfum sér. Af hverju ekki hér. Og myndirnar eru opnar almenningi á netinu hvort sem er.
Marínó er geðveikur! Frábær ljósmyndari og fær geðveikar hugmyndir. Hann lét bróður minn fara beran í svuntu, halda á kústi, og tók svo myndir af honum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..