Ljósmyndakeppni-bygging Þetta er s.s. kofi sem ég með hjálp frá vinkonu minni smíðaði handa litla bróður mínum, þarna sést róla lengst til vinstri en 2 hengirúm til hægri en það að miðju eru borð og stólar en svo kofinn sjálfur þar fyrir aftan, kofinn er málaður af okkur vinkonu minni en svo leifðum við bróður mínum og vinum hans að spreyta sig líka…t.d. að sletta málningu á hlið kofans, en á hliðinni sem hurðin er á máluðu þeir á sér höndina og stipluðu á vegginn. Inn í kofanum smíðuðum við rúm og höfum við gist þar úti 2svar svo höfum við líka eldivið við hliðina á borðinu og höfum oft og mörgum sinnum grillað þar sykurpúða :D

Jæja ég ætla ekki að skrifa meira um kofann, ég vona að ykkur líki myndin :)

En svo vil ég líka biðjast afsökunar að dagsetningin sé á myndinni, ég reyndi að taka hana af en ég kann það ekki :S vonandi truflar hún ekki!

Engar breytingar eru á myndinni fyrir utan að hún var minkuð í paint…hún var sett í S/H á staðnum!

Kodak Z740

Takk fyrir :D