Ljósmyndun Þessi er tekin í febrúar 2002 í Bláfjöllum á 24mm linsu á Fuji Sensia II slide filmu. Myndin var reyndar verulega undirexposuð (smá klikkelsi …) en hún kemur ágætlega út eftir lagfæringu ef hún er ekki höfð of stór.
Ég tók myndina þegar ég var á gönguskíðum og af korti að dæma virðist hún tekin á stað sem heitir Urðarholt, rétt neðan við Heiðartopp (sjá kort á http://www.skidasvaedi.is/files/2004_2_4_B%E6kl._innan.pdf )
Stuttu eftir að ég tók þessa mynd lenti ég í þvílíkum blindbyl og þegar ég var kominn inn Kerlingardal var aðeins nokkurra metra skyggni.