Jæja ég er búin að vera svolítið að leika mér í kvikmyndagerð. En nú er ég að hugsa um að leggja það á hilluna og fá mér almennilega ljósmyndavél.
Langar í Canon 5D eða 1D en ég viðurkenni það bara alveg, ég á engan pening fyrir henni núna eins og staðan er í þjóðfélaginu.
Þannig ég ætlaði að athuga hvort einhverjum langaði hreinlega að skipta.

Ég er semsagt með:
Canon XM2 MiniDV cam

Læt með henni tvo hljóðnema:
Sennheiser MD 42 (hljóðnemi til að halda á og nota í viðtöl)
Og svo annan sennheiser hljóðnema sem ég veit ekki alveg hvað heitir en þetta er svona sem maður festir í peysuna.

Með þessum hljóðnemum fylgja sendar og svo fylgir móttakari sem settur er ofaná cameruna. Þetta eru alveg eins sendar og Rúv notar í sjónvarpsfréttunum (þegar þau eru að taka viðtal útí bæ)

Hér er mynd af þessu setti:
http://www.soundlightltd.com/prodimages/ew100-eng_g2_pro2_a.jpg

Á þessa mynd vantar Sennheiser MD 42 hljóðnemann.

Svo fylgir einnig með í þessum pakka sem ég er með Widescreen linsa (1.85:1)

Hérna er hægt að skoða mynd af öllum pakkanum:
http://images.hugi.is/kvikmyndagerd/122091.jpg
Ath á myndinni er heyrnatól sem fylgja ekki.

Þetta er semsgat í boði og ég spyr á móti, átt þú Canon 5D eða 1D með þessum týpísku aukahlutum?
Langar þig hreinlega að skipta, ég bara viðurkenni það.. Ljósmyndaáhuginn er farinn að hafa meiri tök á mér heldur en kvikmyndagerðin.

Auðvitað má svo alveg bjóða í þennan pakka sem ég er með ef þú átt ekki eða vilt ekki láta ljósmyndavél í staðinn. En ég er svona helst að fiska eftir 1D eða 5D. Því ég segi það aftur, á bara ekki fyrir henni öðruvísi en að skipta á móti þessu.

Sorry að ég sé að auglýsa videovél hérna en ég er nú að óska eftir í staðinn ljósmyndavél þannig ég vona að þetta sé þá í lagi :)
Cinemeccanica