Þannig er mál með vexti að næsta þriðjudag er ég á leiðinni í ljósmyndasession með kennara (þetta er svona skóla námskeið dæmi).
Kormákur Máni, eða KOX, er kennarinn (flickr.com/kormakur)
Þemað er draugar, creepy eða spooky andrúmsloft, og þessháttar.
Svæðið sem við verðum að mynda á er Sláturhúsið á Egilsstöðum, og við megum vera nákvæmlega þar sem okkur sýnist í húsinu (ég hef hugsað mér að vera í frystiklefanum, því það er einfaldlega ógeðslega töff sem bakgrunnur).
Grundvallarhugmyndin er að gera eitthvað með long exposure, gera svona draugaeffect þar sem manneskjan er “gegnsæ”.
En, mig vantar hugmyndir hvað ég get nákvæmlega gert.
Er komin með tvö módel (eitt kvenkyns og eitt karlkyns), Máni ætlar að lána mér þrífót ef ég vil og þá er bara að ákveða hvernig myndin á að vera nákvæmlega.

Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók af frystiklefanum (þetta eru bara snapshot, nennti ekki einu sinni að stilla vélina almennilega. Alvöru myndirnar verða betri):
http://i40.tinypic.com/2j4a72b.jpg
http://i39.tinypic.com/2hnvy40.jpg
http://i43.tinypic.com/2upvdli.jpg
Svo, eru einhverjir snillingar með hugmyndir sem ég gæti notað?

Er með svona smá basic hugmyndir;
hafa bara draug sem er til dæmis að labba út úr veggnum (long exposure, helst að hafa smá slikju á eftir gegnsærri manneskju í hvítum fötum) eða labba eftir gólfinu eða eitthvað slíkt.
Hurðin hálfopin, hafa kvenmódelið í hvítum kjól, mjög saklaus og englaleg, að koma í dyragættina labbandi, en hinum megin við hurðina er karlmódelið svartklætt og ‘evil-looking’ að bíða eftir að geta.. ég veit ekki.. étið stelpuna eða eitthvað.
Svo langar mig ógeðslega til þess að reyna svona 1950 pinup dæmi, nema creepy. Ef einhver hefur til dæmis séð myndbandið mOBSCENE með Marilyn Manson, þar eru svona pinupgellur sem sletta upp löppunum og eitthvað voða fallegar, en þegar þær snúa sér við eru þær málaðar svona zombie-ish. Er þá helst að pæla að hafa mikið af ljósum bakvið módelið, einhverskonar bakgrunn, veit ekki alveg hvernig, og hugsanlega zombie-ish meiköpp eða eitthvað. Spurning hvort þetta er of mikið vesen fyrir þann stutta tíma sem ég fæ.

En já, ef þið hafið einhverjar hugmyndir, eða getið betrumbætt mínar, endilega commentið.
We're all mad here