Ég hef fengið þann nýlega áhuga á ljósmyndun og hef verið að taka nokkrar nátturumyndir og svona úti með einhverri svona vasamyndavél sem ég fékk í fermingargjöf fyrir 2árum síðan..

allavegna þá fór ég að kynna mér þennan ljósmyndaheim og komst af því að þetta ofboðslega stórt og lærdómsríkt áhugamál og ég veit ekkert hvernig myndavél ég á að kaupa mér og ég veit ekkert um ljósmyndun.. ég veit ekki einu sinni varla hvað linsan gerir.. gæti einhver hérna útskýrt fyrir mér alla þessa hluti myndavélarinnar t.d. linsuna og allt þetta rugl og sagt mér hvað þetta gerir?

líka ég hef verið að skoða www.ljosmyndakeppni.is og sé að þar eru menn að taka alveg truflaðar myndir.. eru menn þar að photoshoppa myndirnar eða er bara tekinn mynd og látið beint í tölvuna og á netið eða er gert eitthvað við myndirnar í tölvunni og hvað er svona góð byrjendamyndavél og hvar er hægt að fara á ljósmyndunar námskeið eða eitthvað álíka eða er einhver síða sem kennir manni á þetta allt og stillingar á myndavélinni og allt þetta..
Stjórnandi á /Golf