Ok ég verð nú bara að segja að mér finnst illilega lélegt af fólki að vera ekki að gefa neinar athugasemdir á myndir hérna. Það eru svona 1-7-8 athugasemdir á hverri mynd (og oft höfundur myndar sem á helming athugasemdanna) og svo er fólk að kvarta yfir að áhugamálið sé óvirkt?

Meina td var ég að senda inn mynd um daginn, ég er með 81 í “fjöldi lestra” og 3 athugasemdir. Þrjár.
Nýjasta myndin sem er núna á forsíðunni er með 107 “fjöldi lestra” og þrjár athugasemdir líka.
Ég renni aðeins yfir myndir og sumar eru með 0 athugasemdir.
Er svona erfitt að gefa athugasemdir, jákvæða og uppbyggilega gagnrýni, eigið álit, pælingar, spurningar?
Það er ekki hægt að kvarta yfir að áhugamálið sé óvirkt ef fólk ER ekkert að gera á því!
Það myndi strax auka virknina að gefa í raun athugasemdir og skapa umræður í kringum myndir sem fólk er að taka og senda inn. Mikil virkni er ekki bara að senda inn langar greinar, það er skapa umræður.