Hef verið að skoða DeviantArt í nokkurn tíma og séð þessar sjúklegu flottu ljósmyndir teknar með macro linsu. Nema hvvað ég er frekar nýbyrjuð í að fikra mig áfram í ljósmyndum og er ekki alveg að fatta nákvæmlega hvernig linsa það er. Jújú, hún getur zoomað alveg rosalega vel inn í hlutina, en hvað heita þær? Td. þá á ég Canon eos 400d og ef mig langaði í macro linsu fyrir þá myndavél hvað myndi hún heita?

Er enn að reyna átta mig á hvernig linsu ég ætti að kaupa mér næst (er bara með þessa 18-55mm sem fylgdi með) en langar samt mest í svona macro þar sem ég elska að taka mynd af smáatriðum og myndi vilja geta zoomað MUn meira inn í hlutina..

Help of wise photo-geniuses?
cilitra.com