Ef þú hefðir lesið almennilega yfir eldri korka hefðiru fundið útskýringar á þessu. :-p
Almennt gildir að hærri millimetra tala þýðir að linsan þín virkar meira eins og sjónauki, þ.e. virðist færa þig nær subjectinu þínu.
Síðan eru linsur líka af mismunandi gæðum, og það getur verið að þessi 18-135 mm linsa sé lakari en 18-55 mm linsan.
Annars held ég að þú ættir að taka 18-135 mm kittið og síðan ef þú vilt skarpari linsur þá byrjaru á því að átta þig á því hvaða mm tölu (brennivídd) þú ert að nota mest, og færð þér linsu sem er ekki með zoomi.