Fólk hefur núna undanfarið verið að grenja yfir því að fá fleiri keppnir. Ég skil það vel, það er alltaf gaman af svona ljósmyndakeppnum. Svo sé ég að Aparture hefur verið að bæta fleiri keppnum við fyrir ykkur, sem er bara gott.
En er fólk að biðja um keppnir bara til þess að biðja um keppnir?
Vanalega eru það a.m.k. 20-30 manns sem biðja um keppni, en t.d. í síðustu tveim keppnum voru það bara 7 og 8 sem tóku þátt.
Ég skil ekki alveg hvað er í gangi hérna.

Kveðja Sigurður

Bætt við 28. júlí 2008 - 19:40

Djö******, ég segi alltaf Aparture, meinti Aperture.