Jæja ég hef tvær mikilvægar spurningar fyrir ykkur kæru hugarar.

1. Mig er farið að langa að fá mér betri vél. Keypti mér Canon Ixus 70 í fyrra en hún er bara ekki nógu skemmtileg, er farin að hafa meiri áhuga fyrir þessu og þar af leiðandi langar mig að geta tekið betri myndir. Ég vil fá að vita hvaða vélar eru góðar og hvaða linsur henta þeim vélum. Verð ca. 80.000-120.000. Og ekki koma með svona skoðaðu korkana fyrir neðan, been there done that og þeir enda alltaf í einhverju rugli þar sem að fólk er að mæla með 700.000kr vélum eða þeir sem eru kannski búnir að vera að taka myndir í langan tíma eru að rakka þá niður sem vilja fá almennileg svör. Mig langar bara að fá að vita hvaða vél hentar t.d. fyrir manneskju sem að er ekkert úber góð en langar að læra og er ekki of dýr.

2. Mér var að áskotnast gömul myndavél(frá ca. 1965-70). Zenit-E nánar tiltekið, rússnesk vél sem lítur svona út:

http://manuelbecker.files.wordpress.com/2006/11/zenit-e1.jpg

Mig vantar að fara með hana eitthvert og fá að vita í hvernig ástandi hún er og hvar ég gæti fengið filmu í hana og mögulega framkallað eina gamla sem fylgdi með.

Fyrirfram þakki