Datt í hug að einhverjir hérna gætu haft amk. gaman ef ekki gagn af þessu.
Hugmyndin er semsagt að finna ódýra og einfalda lausn til að mýkja aðeins þetta ylhýra flass sem flestir myndavélaframleiðendur halda að sé rosalega sniðugt að setja á consumer og pro-sumer vélarnar sínar.

Efni:
- glærhvítt filmubox (svart virkar ekki aaalveg jafn vel)
- Skæri
- teip

Byrjið á því að taka lokið af filmuboxinu og klippa c.a. 2 cm bogalengd niður með öllu boxinu, og smá úr botninum. Setjið síðan lokið á og teipið það þannig að það haldist saman, en hafið í huga að nota annaðhvort glært teip eða passa að teipið skyggi ekki á.
Sjá: mynd
(myndirnar eru teknar á sony ericsson w880i farsíma. Held að hann sé með fixed focus linsu)

Poppið flassinu upp og skellið hylkinu á það til að máta, og snyrtið eftir þörfum.
Sjá: mynd
önnur mynd

Takið eftir því að það gæti verið að þetta dragi aðeins úr krafti flassins, þá gætuð þið þurft að stilla flash exposure compensation á upp undir 2/3 úr stoppi í plús (+2/3 stop). Hinsvegar eru þau oftast full kraftmikil þegar þau eru stillt á ekkert compensation, og þessvegna er fínt að hafa flassið á c.a. -1 stopp ef maður er ekki að nota diffuserinn.

Hvorki ég né hugi tekur ábyrgð á bráðnuðum filmuboxum né öðru tjóni sem gæti orðið í þessu fikti.

Prófið og njótið og skemmtið ykkur vel :P