Ég er að hugsa um að byrja að ljósmynda. Mér líst vel á ljósmyndir sem áhugamál.

Byrjunin? Hvar byrjar maður?
Kaupa sér rándýra fyrsta flokka myndavél?
Byrja á því að taka myndir? eða lesa sér til um ljósmyndun? eða skoða ljósmyndir og gagnrýni annara?

Til að byrja með veit ég ekkert um ljósmyndun. Ég gæti aldrei gagnrýnt mynd, tja, jú, ég gæti sagt “Flott mynd!” en hverju myndi það breyta?

Það sem ég leita að er eitthvað grípandi, eitthvað sem gæti halda áhuga mínum auk þess þá vil ég vita “sögu” þeirra sem ljósmynda sem áhugamál, hvernig aðrir byrjuðu og slíkt, ef þið skiljið hvað ég meina.