Hæhæ, ég ætla að kaupa mér myndavél en ég veit ekki hvernig ég á að fá mér. Ég er að fara til Kína eftir 2 mánuði og langar að geta tekið GÓÐAR myndir. Pabbi á mjög góða Sony myndavél 10 megapixla og ég hef notað hana af og til. En ég veit ekki hvort e-ð annað merki sé betra, ég er búin að vera að skoða t.d. Nikon D40XKIT og Canon EOS D400 og ég er alveg tilbúin að borga slatta fyrir góða vél, kannski svona 70 þús. max. En svo var ég að pæla í því hvort slíkar vélar væru kannski með alltof miklum fítusum fyrir mig, hvort ég ætti bara að kaupa “venjulega” vél. Hef líka heyrt að það sé þægilegra að vera með léttari og nettari vél svo maður yrði ekki þreyttur á að bera hana. Annars er ég alveg á því að ef ég ætti þrusu góða myndavél þá tæki ég svo miklu fleiri myndir. Svo hvað finnst ykkur að ég eigi að gera?? :)