Datt í hug að fá fólk til að pósta hérna myndum (linkum, vegna þess að hugi.is er með svo frábært bbcode kerfi, or lack thereof) sem það fílar, eða jafnvel ljósmyndurum, og jafnvel, ef þið finnið ykkur í skapi til þess, einhverjum rökstuðningi eða tilraunum til að útskýra hvað það er sem þið fílið við viðkomandi mynd/ljósmyndara.
Ekki bara til að fá fólk til að spá aðeins í hlutunum, heldur líka til að við getum jafnvel víkkað út sjóndeildarhringinn og svona.

Sé ekki ástæðu til að segja “BARA EINA MYND, ANNARS VERÐ ÉG FJÚRÍUS”, þannig að þið setjið bara inn eins mikið og þið nennið :D

#1
Gregory's Great adventure:
http://flickr.com/photos/ljosberinn/489079377/
eftir: Ljósberinn (Alda)
Finnst þessi mynd eitthvað svo yndislega súrrealísk á svo frábæran hátt.
Þekki aðeins stelpuna sem tók þessa mynd, og hún hefur óskaplega lítið vit á svona tækniatriðum, sem mér finnst gefa þessari mynd svolítið skemmtilegan blæ.

#2
In the vinyard
http://flickr.com/photos/flamejobs/494239789/
Eftir: Flamejob1
Finnst þetta alveg frábært dæmi um að grípa andrúmsloft. Algjör kyrrð. Því miður leyfir hann fólki ekki lengur að sjá fullu stærðina, en það var hægt þegar ég sá þessa mynd fyrst. Maður gat séð döggina á fífukollunum og köngulóarvefjunum þarna á milli.

#3
http://flickr.com/photos/fiskur/445150532/
Eftir: Magander (Magnús Andersen)
Þekki þennan líka svolítið. Ótrúlega klár á bakvið myndavélina. Fyrir utan það hvað þetta er augljóslega tekið á filmu (medium format), þá finnst mér hún svo einstaklega barnslega kærulaus á svo skemmtilegan hátt. Fíla það.

Tveir aðrir ansi hressir ljósmyndarar:
Nightdriver: http://flickr.com/photos/nightdriver/
Edward Olive: http://flickr.com/photos/edwardolive/
(Edward er reyndar í einhverju svaka experiment flippi núna, gætuð þurft að fara aðeins aftar í safnið hans til að sjá hvað hann er að gera)

Eeeeeeen já. Hvað segið þið?