Núna undanfarna daga hefur mikið verið rætt um mikið af p&s myndum hér á /ljosmyndun.
Þá er oftast bara verið að leita að gagnrýni og leiðbeiningum fyrir myndirnar og það er í sjálfu sér í góðu lagi að biðja um leiðbeinun.
En á Huga þarf alltaf að samþykkja myndirnar og því getur verið rosalega pirrandi stundum þegar er rosalega mikið að p&s myndum þó ég sé alls ekki að segja að allar séu það.

En ef fólk er að leita að hjálp eða gagnrýni þá er í raun hagstæðara að nota ljosmyndakeppni.is af því að þar er hægt að lesa sér mikið til um ljósmyndun og þar er ekki kerfi þar sem þarf að samþykkja myndirnar og þar er oft betri gagnrýni.

Svo er hægt að nota huga í myndir sem þú ert ekki kannski ekki endilega að leita að hjálp heldur meira bara að koma myndunum sem þér finnst góðar á framfæri og sýna þær.

Kveðja Sigurður.