Í dag kíkti ég í Ormsson og Peromyndir til að gera smá samanurð á Nikon, Olympus og Canon og reyna að ákveða hvað ég ætti eiginlega að fá mér.

Ég kíkti fyrst í Ormsson og skoðaði Nikon D80 og Olympus 510. Ég er búinn að vera að pæla í Nikon og þykir hún mjög flott en mér þótti það vera stór galli á henni hvað hún var þung, Olympus vélin var miklu léttari þannig að áhuginn á Nikon fór aðeins að dvína. Afgreiðslu maðurinn vissi samt mjög lítið um myndavélar þannig að ég ákvað að fara næst í Pedromyndir og tala við hann Þórhall. Hann er auðvitað harður Canon maður og sagði að Nikon hefði þar til bara nýlega verið langt á eftir Canon í tækninni og lýsti fyrir mér hvað Canon væri miklu betri.

Mig langar í Nikoninn en þótti þyngdin vera mikill ókostur, ætti ég bara að skella mér á hana eða pæla meira í hinum tvem (Olympusnum þá frekar)?

Síðan las ég einhverstaðar að Kit linsurnar hjá Olympus væru ekki nógu góðar en 18-135 linsan sem fylgir Nikon er víst mjög fín.