Stærð mynda sem sendar eru inn á áhugamálið er takmörkuð og einnig vill svo illa til að aðeins ein mynd getur verið á síðunni í einu og aðeins ein getur fylgt greinum. Þess vegna stoppa myndirnar stutt, ef t.d. koma inn einhverjar 7-10 myndir á dag.
Ég sem aumur umsjónarmaður, get ekkert ofangreindu gert, en ég get samt eitthvað gert og setti inn flokk fyrir tengla á myndasíður notenda, þar sem einhverjir höfðu verið að kvarta yfir takmörkunum innsendra mynda (sem er meira en skiljanlegt, frekar skítt :/) Þessi tenglaflokkur hefur ekki fengið góðar undirtektir, þ.a. ég er að velta fyrir mér öðrum leiðum.
Mögulega væri hægt að setja upp textakubb efst uppi fyrir ofan myndakubbinn, sem innihéldi tengla á heimasíður þeirra sem vilja sýna myndirnar sínar öðrum notendum. Mig grunar að mörg ykkar séu með einhversskonar myndasíður, ef þið eruð með myndir á tölvutæku formi á annað borð, annars er mjög auðvelt að koma sér upp einni slíkri. Það hefur augljósa kosti, varðandi stærð og að fleiri myndir fái að njóta sín, að vera með myndirnar á ykkar eigin síðu.
Ég geri eins og ég get, þar til eitthvað kemur í ljós varðandi aðrar úrbætur. Sem sagt ég vildi athuga hvernig ykkur litist á þessa hugmynd, þið getið annaðhvort svarað hér eða sent mér skilaboð.

Já, og fyrir alla muni reynið að vera dugleg að nöldra í mér ;-)<br><br>Kveðja,

Lynx

“You have a right to experiment with your life. You will make mistakes. And they are right too.” (Anaïs Nin)