Jæja nú er kominn tími til að upgrade-a, ég er kominn með leið á myndavélinni minni, ókostirnir eru farnir að láta á sér kræla því meira sem maður lærir um fagið en ég á Fujifilm FinePix 5600.

Hef verið að skoða Leica vélar og þá sérstaklega þessa:

http://www.leica-camera.co.uk/photography/compact_cameras/v-lux_1/

En hafi þið einhverja reynslu af þeim? (lítil von á því þar sem allir á íslandi eiga canon)

Og vita menn eitthva um hvar er best að kaupa vélar af netinu?(lágt gengi dollarans og allt það).

Eða á maður að skutla sér útí hinn sí stækkandi canon strauminn sem flæðir yfir bakka sína hér á landi(þeir eru þó með bestu þjónustuna).

Með kveðju,
Scrubs