Fyrsta skipti sem ég skrifa hérna, þó ég hafi flakkað hérna inn öðru hverju.
Svo er mál með vexti að mér hefur dauðlangar í myndavél svoooo lengi. Alvöru myndavél sem tekur fallegar alvöru myndir…
Átti myndavél sem , því miður, var reddað gegnum vin föður míns og var frá fyrirtæki sem ég hef aldrei um áður. Tók hrikalegar myndir þegar ég notaði flashið, svo að allt var BJART fremst og allt dökkt aftast..og ekkert sem ég gat gert til að breyta þessu nema að taka myndir um hábjartan dag þegar sólin er sem skærust. Svo þegar ég valdi þessa einu stillingu sem var án flash þá mátti ég ekki halda á henni þá varð allt blörrað og viðbjóðslegt. Svo aldrei var ég ánægð með það fyrirbæri….endaði með að selja hana á skítaprís til litlu systur sem er 12 og langaði í myndavél og hentar henni vel að hennar sögn :)

en nú er málið…mig langar í myndavél. Sem getur tekið myndir með og án flash án þess að það verður allt blörrað og ömurlegt. Þar sem ég get einbeitt mér að manneskju og bg fer úr focus. Myndavél sem hægt er að taka fallegar myndir með…má vera digital, en málið er helst verðið, þar sem ég hef aldrei lært ljósmyndum né þessi tæknilegu atriði (þó ég stefni á námskeið)

Hvað er best fyrir mig?

Takk fyrirfram fyrir alla hjálp og ráðleggingar :D

ps.
hérna getið þið séð þær fáu ásættanlegu myndir sem ég hef tekið,og þá með myndavél systur minnar(sem getur tekið fínar myndir enn í lélegri upplausn og ekkert hægt að gera við í rauninni)
http://flickr.com/photos/cilitra
cilitra.com