Já þar sem ég hef brennandi áhuga á ljósmyndun en sit uppi með panasonic P&s myndavél er ég að pæla í því að kaupa mér slr myndavél bráðlega.
Hef mestan áhuga á canon því að bróðir minn á Canon Eos 30d sem ég fýla í botn en hún er of dýr fyrir mig.
ég er semsagt að pæla í 350d og 400d en líst betur á 350d þar sem hún fær gríðalega góð ummæli og hún er nær mín verðtakmörkum.

endilega segja hvað ykkur finnst, sérstaklega þá hvort það væri sniðugara að eyða meiri pening og fá sér 400d eða ekki

-Hauku