Sælt veri fólkið.

Var að spá í að fá mér SLR vél þar sem mér finnst gæðin í point-and-shoot fuji vélinni minni ekki alveg nógu góð.
Ég hef verið að skoða spjallþráða á www.ljosmyndakeppni.is og hér, en er samt ekki alveg nógu klár á þetta allt saman. Þessvegna var ég að vona að einhverjir þarna úti lumi á góðri slóð(um) á síður fyrir byrjendur eins og mig. Afar hjálplegt væri til dæmis að geta séð myndir teknar með mismunandi stillingum (ISO, mm, og hvað þetta heitir allt saman:) ).
Einnig er ég forvitinn að vita hvort fólk mælir með því að kaupa nýja vél (400D, 30D…) eða notaða (20D jafnvel?).

Eins og ég segi, ég er algjör byrjandi í þessum
málum þannig hafið það í huga ef þið nennið að svara þessu :).

Takk fyri