Ok, ég var aðeins að velta fyrir mér hvort ég gæti fengið smá aðstoð við samanburð á myndavélum fyrir algjöran byrjanda.

Við erum að tala um að ég hef ekkert vit á megapixlum eða neinu öðru sem kemur að myndavélum, en ég er algjörlega á því að ég ætli að kaupa mér passlega vél fyrir byrjanda og leika mér svolítið í ljósmyndun.

Ég er búin að vera að lesa gamla korka hérna, skoða aðra umfjöllun á netinu, bera saman vélar á síðunum sem selja þær o.s.f.v.
Ég er soldið komin niður á að bera saman Canon 350D (finnst að ég þurfu kannski ekki 400D verandi byrjandi og kunnandi ekki neitt) og Kanon D40.

Munurinn í verði fyrir mig, er stödd í Bandaríkjunum, er ekki það mikill þannig að ég var að velta fyrir mér hvort ég gæti fengið smá ráð hérna til að hjálpa mér við valið. Eða ef þið vitið um einhverja aðra fullkomna byrjenda vél endilega látið mig vita. Frændi minn er áhugaljósmyndari þannig að ég ætla að láta hann segja mér endanlega hvað ég á að kaupa, vil bara fá smá upplýsingar um vélarnar á markaðnum áður en ég spjalla við hann.

Þannig að, ef þið vilduð vera svo væn að hella úr ykkar viskubrunni þá væri það æðislegt.
Takk takk
Kveðja,
Aerie
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]