Með þessum pistli ætla ég að gefa ykkur innsýn inn i minn hugsunarhátt og það sem gerist milli þess sem ég opna mynd í Photoshop og set hana á netið.

Ég ætla að nota mynd sem notandi hér Aiwa tók en hann bað mig um að krukka aðeins í henni.

Hér er upprunalega myndin
http://212.30.203.209/simalina/tut/org.jpg
og hér er lokaútkoma
http://212.30.203.209/simalina/tut/final.jpg

Tekið var fram að það var þoka, en hún kom ekki nægilega vel fram, það var eina skilyrðið, að hún myndi koma betur fram.

Fyrst er að fixa hana “generally speaking”. Þ.e.a.s. basic litaleiðréttingar og þannig.

Ég byrja á því að lýsa myndina upp og nota Curves til þess. Auðvitað má nota brightness/contrast en mér finnst það bara ekkert skemmtilegt.
Ég semsagt bý til einn punkt í miðju línunnar og dreg hann upp. Einfalt.
http://212.30.203.209/simalina/tut/lysa.jpg

Eins og sjá má er myndin mjög blá, og þó að birtan sé vissulega bláleit þá er þetta einum of mikið.af því góða. (Þetta útskýrist af því að bæði filma og sensor skynja “hita” ljóssins. “Heitt” ljós gefur frá sér rauðara ljós en “kalt” ljós sem er meira blátt..
Sé vélin stillt á t.d. “sól” en aðstæður eru í raun “skýjað” þá verður ljósmyndin bláleit þar sem birtan frá skýjum er kaldari. Þetta fyribæri er lagað með filterum á filmu eða bara í vélinni sjálfri í digital (White Balance - WB)

Þetta er það sem ég ætla að laga næst.
Í curves (og levels líka reyndar) eru þrír dropateljarar.
http://212.30.203.209/simalina/tut/wb.jpg

Við ætlum að nota þennan gráa í miðjunni. Við veljum hann og klikkum á staði á myndina sem “ætti” að vera 100% litalausir, hvort sem það sé grátt, hvítt eða svart. Hérna skal ekki spara músarsmellina.

Ef þið fáið góðar niðurstöður þá er bara að smella á OK. Hægt er að sjá þar sem stendur RGB, prófaðu að breyta því í red green og blue og sjá hvað í rauninni þú ert að gera með dropateljaranum (ekki samt klikka aftur ef þú ert ánægður með litajafnvægið).
Ég sé t.d. að í bláa channelinum er búið að draga úr styrk hans, í rauða er búin að auka styrk hans og í græna er lítið búið að breytast.

Kay!
Um þetta leiti fer ég oftast í contrast pælingar. Enn og aftur nota ég curves, það snilldar tól.
Eitt stykki S kúrvu á kvikindið og málið er dautt. Hérna set ég semsagt tvo punkta á línuna, dreg annan upp (geri highlights bjartari) og dreg hinn niður (shadows dekkri).
http://212.30.203.209/simalina/tut/contr.jpg

Ég virðist hafa verið í einhverjum djúpum pælingum varðandi himininn svo ég maskaði hann út (málaði með mjúkum svörtum bursta á himininn svo að contrast breytingin þar varð engin) Þetta hefur mjög lítil áhrif á myndina í lokin þar sem gervi þokan verður svo þétt.

Hér er general fixing hluta lokið og ef til vill óáhugavert fyrir raunsæismenn að halda áfram.

Þoku vildi hann og þoku skal hann fá. Ég skipti henni í tvo hluta sem ég vinn sér. Bakgrunnsþoku og þokuhnoðra fyrir framan bílinn.

Bakgrunnsþokan er einföld. Ég bý til nýjan layer, gríp í Gradient tólið og stilli það þannig að gradientinn renni úr hvítu í gegnsætt.
http://212.30.203.209/simalina/tut/grad.jpg
Nú er bara að prófa sig áfram. Gott er að halda inni shift, þá fær maður alveg beina línu.
Nú er að maska út bílinn þar sem þokan á náttúrulega bara að vera fyrir bakvið hann.

Ég geri Add vector mask (takki; grár kassi með hvítum hring á, neðst í Layers glugganum) Svo stilli ég á Polygonal lasso tool (bakvið lasso tool; halda takkanum inni til að fá það upp) og ég “vel” bílinn í heild sinni. Svo fer ég í Edit - Fill - Black.
Mask virkar þannig að það sem er svart á honum, sést í gegnum layerinn. Þannig verður þokan fyrir framan bílinn gegnsæ.

Þokuhnoðrarnir voru í rauninni rosalega flóknir og ég fór á google-æði til að finna út bestu leiðina. Í stórum dráttum gerði ég eftirfarandi:
Fann skýjamynd (hnoðra með bláum himni)
Gerði blátt svart (hægt að nota blöndu af levels, curves og replace color)
Svo pasteaði ég skýjamyndina inn á bílamyndina sem layer, setti hann í screen (þá verður allt svart gegnsætt, svo að skýjahnoðrarnir sjást bara)
Svo fiktaði ég með transform og að lokum Filter - Gaussian blur. Áhrifin of sterk fannst mér svo ég addaði mask á layerinn og gerði Filter - Clouds í maskinn. Þá fékk ég veika og random dreifingu.

Screenshot af layers súpunni http://212.30.203.209/simalina/tut/layers.jpg

Voila. Vona að þetta gagnaðist einhverjum.


Bætt við 11. apríl 2007 - 23:32
“Sé vélin stillt á t.d. “sól” en aðstæður eru í raun “skýjað” þá verður ljósmyndin bláleit þar sem birtan frá skýjum er kaldari. Þetta fyribæri er lagað með filterum á filmu eða bara í vélinni sjálfri í digital (White Balance - WB)”

Ábyrgist þetta ekki, frekar flóknar pælingar :P
Gæti trúað því að þessu sé öfugt farið.