Er ekki kominn tími á smá umræðu?
Eitthvað svona þannig að við getum öll lært og jafnvel kennt hvoru öðru eitthvað sniðugt?

Mig langar til að fólk velti aðeins fyrir sér hvað því finnst einkenna góða mynd, og þá semsagt hvort það þurfi eitthvað meira til en góða myndavél og fallegt myndefni. Eða þarf kannski ekki einusinni góða myndavél eða fallegt myndefni?
Sjálfum finnst mér ég nefnilega svo oft sjá myndir (ekki bara hér) sem eru með ansi skemmtilegu myndefni, en eru bara ekkert áhugaverðar annars. Þá gildir einu hvort þær séu teknar á einnota myndavél eða hálfrarmilljónkróna SLR vél.
Síðan sér maður alveg snilldarlegar myndir af ómerkilegasta hlut í heiminum, teknar með myndavél sem maður myndi ekki minnast á í undirskriftinni sinni…

Hvað finnst ykkur? (Ég held að það væri frábært að fá bara comment frá sem flestum! allir að koma með bara sín “5 cent”, og ekki verra ef þið getið komið með eitthvað meira.)